Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 10. febrúar 2016 17:30
Elvar Geir Magnússon
Granit Xhaka: Væri erfitt að segja nei við Man City
Granit Xhaka er öflugur.
Granit Xhaka er öflugur.
Mynd: Getty Images
Miðjumaðurinn Granit Xhaka hefur á óformlegan hátt sagt Manchester City að kaupa sig en í viðtali segir hann að það yrði erfitt að hafna enska félaginu.

Xhaka er svissneskur landsliðsmaður sem er hjá Borussia Mönchengladbach en talið er líklegt að hann færi sig um set næsta sumar. Hann hefur oft talað um að hann stefni á að spila í enska boltanum og hafa Liverpool og Arsenal sýnt áhuga.

Xhaka er greinilega spenntur fyrir því að spila fyrir Pep Guardiola hjá Manchester City.

„Það er auðvitað erfitt að segja nei þegar Manchester City vill fá þig. Ég fer ekkert leynt með það," sagði Xhaka í viðtali en hann hefur einnig verið orðaður við Bayern München.

Núgildandi samningur hans hjá Gladbach er til 2019.

Mikið hefur verið rætt um peningaflæðið í kínverska boltanum en Xhaka útilokar að fara þangað.

„Ég get aðeins talað fyrir sjálfan mig. Á mínum aldri myndi ég aldrei vilja fara í deildina í Kína, ekki einu sinni fyrir alla peninga heimsins," sagði Xhaka.
Athugasemdir
banner