mið 10. febrúar 2016 14:00
Magnús Már Einarsson
Kongsvinger leggur fram tilboð í Björgvin Stefáns
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Norska félagið Kongsvinger hefur lagt fram tilboð í Björgvin Stefánsson framherja Hauka.

Viðræður eru í gangi á milli félaganna en þetta staðfesti Luka Kostic þjálfari Hauka í samtali við Fótbolta.net í dag.

Björgvin er nýkominn heim eftir að hafa verið á reynslu hjá Kongsvinger en hann skoraði í æfingaleik gegn Ham Kam um helgina.

Hinn 21 árs gamli Björgvin sló í gegn með ungu liði Hauka á síðasta tímabili og var markahæstur í 1. deildinni með 20 mörk í 22 leikjum.

Hann fór til Lilleström á reynslu í síðasta mánuði og þá fór hann einnig til Noregs síðastliðið haust þar sem hann var á reynslu hjá Sogndal.
Athugasemdir
banner
banner
banner