Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 10. febrúar 2016 12:35
Elvar Geir Magnússon
Kristinn Kjærnested: Pálmi Rafn og Gary Martin ekki á förum
Pálmi í eldlínunni með KR.
Pálmi í eldlínunni með KR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Orðrómur hefur verið í gangi um að KR-ingar hafi verið í viðræðum um sölu á miðjumanninum Pálma Rafni Pálmasyni. Pálmi segir í viðtali við 433.is að hann hafi ekki fengið þau skilaboð frá KR að menn vilji losna við sig en viðurkennir að hafa heyrt þessar sögur.

Kristinn Kjærnested, formaður knattspyrnudeildar KR, segist ekki vita hvaðan þessar sögur koma en Pálmi hefur verið orðaður við FH, Val og KA.

„Það er alveg rétt að kalla þetta sögusagnir. Ég held að það sé ekkert meira um það að segja. Það eru ekki einar einustu viðræður í gangi um að selja Pálma," segir Kristinn við Fótbolta.net.

Pálmi var fyrirliði KR í fyrra en Indriði Sigurðsson hefur verið gerður að fyrirliða.

Gary Martin verður áfram hjá KR
Það hafa einnig verið sögur um að sóknarmaðurinn Gary Martin gæti verið á förum frá KR.

„Þegar maður spólar til baka þá hefur nánast verið að skrifa hann út af lóðinni síðan hann kom til okkar 2012. Það virðist ekkert ætla að fara það dæmi. Gary Martin er leikmaður KR og verður það áfram. Punktur," segir Kristinn.

Ekki útilokað að Schoop komi aftur
Danski miðjumaðurinn Jacob Schoop sem spilaði með KR í fyrra er í leit að nýju félagi en hann var á dögunum til reynslu hjá Orlando City sem spilar í MLS-deildinni.

Kristinn vill ekki útiloka það að Schoop komi aftur til KR.

„Það er alveg opið. Honum líkaði vistin vel hér og okkur við hann. Tíminn mun leiða það í ljós," segir Kristinn Kjærnested.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner