Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mið 10. febrúar 2016 10:00
Magnús Már Einarsson
Manchester liðin berjast um Neymar
Powerade
Á leið í enska boltann?
Á leið í enska boltann?
Mynd: Getty Images
Gæti farið til Real Madrid.
Gæti farið til Real Madrid.
Mynd: Getty Images
Slúðurpakkinn er að sjálfsögðu á sínum stað í dag líkt og alla aðra daga.



Jose Mourinho hefur sagt vinum sínum að hann reikni með að taka við Manchester United í sumar. (Daily Star)

Massimiliano Allegri, þjálfari Juventus, mun taka við Chelsea í sumar en þetta segir Giovanni Galeone fyrrum yfirmaður hans. (Sun)

Allegri hefur sjálfur neitað sögusögnum um að hann sé á leið til Chelsea. (Sky Italia)

Manchester City og Manchester United ætla að berjast um Neymar leikmann Barcelona. (Sun)

Leicester ætlar að bjóða Riyad Mahrez nýjan og betri samning en hann er í dag með 35 þúsund pund í vikulaun. (Daily Mail)

Sergio Busquets segir að einungis eiginkona sína eða Pep Guardiola geti sannfært sig um að fara frá Barcelona. (ESPN)

Manchester City vill fá Dimitri Payet frá West Ham en félagið er að undirbúa 30 milljóna punda tilboð í leikmanninn. (Sun)

West Ham hefur hafið viðræður við Payet um nýjan samning en félagið segir ekki rétt að hann hafi óskað eftir því að fá 125 þúsund pund í vikulaun. (Times)

Loic Remy, framherji Chelsea, gæti verið á leið til Shanghai Shenhua í Kína á ellefu milljónir punda. (Mirror)

Real Madrid vill fá Eden Hazard frá Chelsea áður en EM hefst í sumar. (El Chiringuito)

David De Gea hefði fengið 9,2 milljónir punda á ári ef hann hefði farið til Real Madrid síðastliðið sumar. (Football Leaks)

Barcelona, Bayern og Manchester City vilja fá Paulo Dybala framherja Juventus. (Talksport)

Manchester United vill fá Aymeric Laporte, varnarmann Athletic Bilbao, í sínar raðir fyrir næsta tímabil. (Manchester Evening News)

Chelsea gæti kallað hinn 19 ára gamla Andreas Christensen til baka úr tveggja ára láni hjá Gladbach þegar John Terry fer í sumar. (Telegraph)

Nikica Jelavic, framherji West Ham, er á leið til Beijng Renhe í kínversku B-deildinni á fjórar milljónir punda. (Daily Mail)

Mile Jedinak, fyrirliði Crystal Palace, er einnig á leið til Kína í sumar. (Daily Mirror)

Sir Alex Ferguson telur að Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham, sé besti stjórinn á Englandi. (Times)
Athugasemdir
banner
banner
banner