Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mið 10. febrúar 2016 17:35
Elvar Geir Magnússon
Stjórnarformaður Bolton látinn
Gartside með Stóra Sam á góðri stundu.
Gartside með Stóra Sam á góðri stundu.
Mynd: Getty Images
Phil Gartside, stjórnarformaður Bolton, er látinn 63 ára að aldri. Gartside steig til hliðar vegna veikinda í nóvember síðastliðnum en hann hafði stýrt félaginu í sextán ár.

Gartside lést á heimili sínu eftir baráttu við krabbamein.

Hann upplifði ýmislegt í starfi sem stjórnarformaður. Félagið komst upp í úrvalsdeildina og í Evrópukeppni í fyrsta sinn í sögu þess. Síðustu ár hafa reynst Bolton erfið, liðið féll úr úrvalsdeildinni 2012 og er í neðsta sæti B-deildarinnar í gríðarlegum fjárhagserfiðleikum.

Gartside þekkti marga Íslendinga vel eftir tíma sinn hjá Bolton en hann og Guðni Bergsson, fyrrum fyrirliði Bolton, voru góðir vinir.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner