Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 10. febrúar 2016 11:30
Elvar Geir Magnússon
Tuchel: Reus verður skrímsli á vellinum
Hinn gríðarlega öflugi Marco Reus.
Hinn gríðarlega öflugi Marco Reus.
Mynd: Getty Images
Thomas Tuchel, stjóri Borussia Dortmund, segir að stjörnuleikmaðurinn Marco Reus muni verða skrímsli á vellinum.

Þýski landsliðsmaðurinn hefur misst af mörgum leikjum vegna meiðsla á tímabilinu en hann skoraði fyrsta markið í 3-1 sigri gegn Stuttgart í bikarkeppninni í gær.

„Ég sagði að við vildum breyta honum í skrímsli því hann getur orðið skrímsli á vellinum. Marco er með mikla sköpunargáfur sem hann verður að gefa lausan tauminn, sem þýðir að hann þurfi ekki að hafa áhyggjur af skrokknum á sér allan tímann," segir Tuchel.

Reus hefur aðeins verið að hlífa sér á vellinum að mati Tuchel þar sem leikmaðurinn hefur mikið verið á meiðslalistanum og óttast að lenda þar aftur.

„Við erum að vinna í þessu. Það er merkilegt hversu einbeittur hann er og hversu mikið sjálfstraustið er. Hann getur skapað mikla ógn og er ótrúlega klókur í að nota svæði. Það er samt mikilvægt að við búumst ekki við of miklu of snemma. Við viljum klárlega koma honum í gegnum tímabilið án þess að hann meiðist."

„Hann er einnig á góðri leið andlega og það sést vel á æfingum. Hann getur orðið skrímsli og er að gera allt til að svo verði. Ég er sannfærður um að hann nái því."
Athugasemdir
banner
banner
banner