mið 10. febrúar 2016 10:30
Elvar Geir Magnússon
Úrvalslið nýrra leikmanna í ensku úrvalsdeildinni
Svona lítur liðið út.
Svona lítur liðið út.
Mynd: Whoscored.com
Mikill fjöldi leikmanna eru á sínu fyrsta leiktímabili í ensku úrvalsdeildinni en WhoScored.com vefsíðan hefur sett saman úrvalslið þeirra leikmanna sem hafa staðið sig best á jómfrúartímabili sínu.

Smá undantekning er gerð í markvarðarstöðunni en Jack Butland hafði leikið fimm úrvalsdeildarleiki fyrir tímabilið.

Í vörninni má finna tvo leikmenn Southampton, Cedric Soares og Virgil van Dijk. Þar er einnig Argentínumaðurinn Nicolas Otamendi sem kom frá Manchester City frá Valencia og Christian Fuchs þrátt fyrir að það hafi tekið hann smá tíma að brjóta sér inn í lið Leicester.

Á miðjunni er brimbrjóturinn N’Golo Kante sem hefur verið einn besti leikmaður úrvalsdeildarinnar á tímabilinu. Nafn þessa öfluga leikmanns var ekki þekkt þegar Leicester fékk hann frá Caen síðasta sumar.

Hinn ungi Dele Alli hjá Tottenham er í liðinu en hann hefur komið að ótalmörgum mörkum hjá Spurs. West Ham á tvo fulltrúa, þá Manuel Lanzini og Dimitri Payet en sá síðarnefndi er með hæstu meðaleinkunnina í úrvalsliðinu.

Það var gríðarleg pressa á Anthony Martial þegar Manchester United keypti hann á háa upphæð en Frakkinn ungi hefur heldur betur staðið sig vel. Í fremstu víglínu úrvalsliðsins er svo Troy Deeney sóknarmaður Watford.
Athugasemdir
banner
banner
banner