mið 10. febrúar 2016 12:02
Magnús Már Einarsson
Viktor Unnar í Þrótt (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sóknarmaðurinn Viktor Unnar Illugason hefur gengið til liðs við nýliða Þróttar í Pepsi-deildinni en hann er kominn með leikheimild með liðinu.

Viktor Unnar ætlaði að hætta eftir síðasta tímabil en honum hefur snúist hugur og undanfarnar vikur hefur hann æft með Þrótti.

Hinn 26 ára gamli Viktor spilaði nokkra leiki með Þrótti í 1. deildinni árið 2013.

Undanfarin tvö ár hefur hann síðan spilað með HK í 1. deildinni.

Viktor er uppalinn Bliki en 16 ára gamall fór hann til Reading á Englandi. Hann kom aftur til Íslands árið 2009 og hefur síðan þá spilað með Val, Haukum, Selfoss, Breiðabliki, Njarðvík og HK.

Þróttur hefur einnig fengið Arnar Darra Pétursson, Aron Þórð Albertsson, Brynjar Jónasson, Emil Atlason, Sebastian Svard og Thiago Pinto Borges til liðs við sig í vetur.
Athugasemdir
banner