Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
   fim 10. maí 2018 12:21
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stjarnan fær Þórarin Inga frá FH (Staðfest)
Þórarinn Ingi er farinn frá FH í Stjörnuna.
Þórarinn Ingi er farinn frá FH í Stjörnuna.
Mynd: Stjarnan
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan hefur keypt Þórarin Inga Valdimarsson frá FH.

„Stjarnan bindur miklar vonir við Þórarin og á von á því að hann verði jafnfljótur að vinna sig inn í hjörtu stuðningsmanna Stjörnunnar eins og aðrir Eyjamenn sem gengið hafa til liðs við Stjörnuna á undanförnum árum," segir í tilkynningu Stjörnunnar.

„Stjarnan vil þakka FH fyrir hröð og fagleg vinnubröð í samningaviðræðunum."

Þórarinn Ingi er 28 ára gamall, uppalinn í Vestmannaeyjum. Hann lék með ÍBV til 2015 en þá færði hann sig um set, yfir í Kaplakrika og samdi við FH-inga.

Hann hefur verið í FH síðustu þrjú tímabil og spilaði 21 leik í deild og bikar með liðinu í fyrra. Hann hefur nú hins vegar ákveðið að söðla um og fara í Garðabæinn.

Stjarnan kaupir hann og er Þórarinn búinn að skrifa undir þriggja ára samning við þá bláklæddu í Garðabæ.

Þórarinn er vinstri kantmaður en hann getur einnig leyst stöðu vinstri bakvarðar. Jósef Kristinn Jósefsson, bakvörður Stjörnunnar verður frá næstu sex til átta vikurnar, og kemur Þórarinn væntanlega til að spila eitthvað í vinstri bakverðinum.

Stjarnan er með eitt stig eftir fyrstu tvo leiki sína í Pepsi-deildinni. Liðið tapaði gegn KR um síðustu helgi. Næsti leikur liðsins Víkingi R. á mánudag og getur Þórarinn spilað í þeim leik.

Þórarinn á fjóra A-landsleiki fyrir Ísland.

Komnir:
Guðjón Orri Sigurjónsson frá Selfossi
Guðmundur Steinn Hafsteinsson frá Víkingi Ó.
Þorsteinn Már Ragnarsson frá Víkingi Ó.
Terrance William Dieterich frá Gróttu
Þórarinn Ingi Valdimarsson frá FH

Farnir:
Ágúst Leó Björnsson í ÍBV
Dagur Austmann Hilmarsson í ÍBV
Hólmbert Aron Friðjónsson í Álasund
Máni Austmann Hilmarsson í ÍR
Ólafur Karl Finsen í Val



Athugasemdir
banner
banner