Sancho, Sesko, Mac Allister, Ten Hag, Raya og fleiri góðir koma við sögu
banner
   fös 10. maí 2024 08:47
Elvar Geir Magnússon
Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn
Powerade
Cavan Sullivan mun fara til Manchester City þegar hann verður átján ára.
Cavan Sullivan mun fara til Manchester City þegar hann verður átján ára.
Mynd: CONCACAF
Eddie Nketiah sóknarmaður Arsenal.
Eddie Nketiah sóknarmaður Arsenal.
Mynd: Getty Images
Tekur Hansi Flick aftur við Bayern?
Tekur Hansi Flick aftur við Bayern?
Mynd: Getty Images
Góðan og gleðilegan föstudag. Hér er Powerade slúðrið í öllu sínu veldi. Pochettino, Szczesny, Steele, Ramaj, Pickford, Parris, Flick, Pacho, Sullivan og fleiri.

Stjórn Chelsea mun funda eftir leikinn gegn Bournemouth í lokaumferðinni og þar verður tekin ákvörðun um framtíð stjórans Mauricio Pochettino. (Telegraph)

Manchester City hefur gert samkomulag um að fá bandaríska undrabarnið Cavan Sullivan (14) þegar hann verður 18 ára. Miðjumaðurinn ungi hefur gengið í raðir Philadelphia Union í MLS-deildinni og fer svo til City eftir nokkur ár. (ESPN)

Arsenal horfir til fyrrum markvarðar síns, Wojciech Szczesny (34) hjá Juventus. Jason Steele hjá Brighton og Dian Ramaj hjá Ajax eru einnig á blaði en Arsenal leitar að markverði þar sem Aaron Ramsdale mun væntanlega fara. (Standard)

Arsenal íhugar einnig að gera tilboð í Jordan Pickford (30), markvörð Everton og Englands. (Teamtalk)

Arsenal ætlar að kaupa varnarmann, miðjumann og framherja í sumarglugganum til að styrkja leikmannahóp Mikel Arteta. (Standard)

Arsenal er tilbúið að selja enska framherjann Eddie Nketiah (24) í sumar ef þeir geta keypt nýjan sóknarmann. (90 mín)

Graham Potter hefur afþakkað tækifærið til að verða stjóri Ajax, eftir að hafa verið efstur á blaði hollenska félagsins. (Athletic)

Julen Lopetegui, verðandi stjóri West Ham hefur áhuga á að fá marokkóska sóknarleikmanninn Youssef En-Nesyri (26) og argent´nska varnarmanninn Marcos Acuna (32) frá Sevilla til Lundúna. (Sun)

Bayern München hefur verið að ræða um að ráða Hansi Flick, fyrrverandi þjálfara Þýskalands, sem nýjan stjóra. Flick stýrði Bayern 2019-2021 og er opinn fyrir því að snúa aftur. (Sky Sports Þýskalandi)

Yan Couto (21), varnarmaður Manchester City og brasilíska landsliðsins sem er á láni hjá Girona, er á blöðum Bayer Leverkusen, Juventus og nokkurra enskra úrvalsdeildarfélaga fyrir sumarið. (Talksport)

Eintracht Frankfurt vill fá 50-60 milljónir evra fyrir ekvadorska varnarmanninn Willian Pacho (22) sem hefur verið verið orðaður við Liverpool. (Sky Sports Þýskalandi)

Eigandi Everton, Farhad Moshiri, ætlar að hætta við yfirtökusamning við 777 Partners eftir að hafa farið á krísufund með hópnum. (Football Insider)

Á sama tíma er bandaríska fyrirtækið MSP Sports Capital, sem sýndi áhuga á að kaupa Tottenham á síðasta ári, sagt vera að íhga tilboð í Everton ef samningur 777 Partners hrynur. (Football London)

Newcastle United hefur átt í viðræðum við Dougie Freedman, fyrrum leikmann Crystal Palace, og Johannes Spors, sem er alþjóðlegur íþróttastjóri hjá 777 group, um stöðu íþróttastjóra. (Sky Sports)

Manchester United hefur áhuga á að fá Reinildo (30) vinstri bakvörð Atletico Madrid og Mósambík en mætir samkeppni frá Aston Villa. (Sun)
Athugasemdir
banner
banner