Sancho, Sesko, Mac Allister, Ten Hag, Raya og fleiri góðir koma við sögu
banner
   fös 10. maí 2024 12:16
Elvar Geir Magnússon
Howe býst við því að Bruno og Isak verði áfram
Alexander Isak.
Alexander Isak.
Mynd: EPA
Eddie Howe stjóri Newcastle segist búast við því að Bruno Guimaraes og Alexander Isak verði áfram hjá félaginu á næsta tímabili.

Brasilíski miðjumaðurinn Bruno hefur verið orðaður við ýmis félög fyrir sumargluggann, þar á meðal Manchester City og Arsenal.

Arsenal ku einnig hafa áhuga á að kaupa sænska landsliðsmanninn Isak sem er markahæsti leikmaður Newcastle á tímabilinu. Hann er fyrsti leikmaður Newcastle til að ná 20 mörkum á tímabili í ensku úrvalsdeildinni síðan Alan Shearer gerði það 2003-4.

„Ég reikna með því að þeir verði hérna áfram. Allar mínar áætlanir miða að því að þeir verði áfram," segir Howe.

„Alexander Isak hefur blómstrað og ég held að hann njóti þess að vera hér, njóti liðsins sem hann spilar fyrir og ég vona að hann verði hér í mörg ár í viðbót."
Athugasemdir
banner
banner
banner