Sancho, Sesko, Mac Allister, Ten Hag, Raya og fleiri góðir koma við sögu
   fös 10. maí 2024 13:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Klárlega langstærsti bitinn á þjálfaramarkaðnum á Íslandi
Óskar Hrafn varð Íslandsmeistari 2022.
Óskar Hrafn varð Íslandsmeistari 2022.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Er hættur hjá Haugesund.
Er hættur hjá Haugesund.
Mynd: Haugesund
Þau risastóru tíðindi bárust í morgun að Óskar Hrafn Þorvaldsson hefði sagt starfi sínu hjá Haugesund í Noregi lausu. Hann stýrði liðinu aðeins í sjö keppnisleikjum.

Það er alveg ljóst núna að Óskar verður heitasti bitinn á þjálfaramarkaðnum ef einhver störf losna hér heima.

Óskar var til að mynda sterklega orðaður við KR þegar síðasta tímabili var að ljúka. Var hann fyrsti maður þar á blaði áður en Gregg Ryder var svo á endanum ráðinn. KR byrjaði tímabilið frábærlega en er aðeins með eitt stig úr síðustu þremur leikjum sínum og situr í sjöunda sæti Bestu deildarinnar.

Pressan á Gregg í Vesturbænum hefur allavega ekki minnkað við þessar fréttir frá Noregi í morgun. Aðrir þjálfarar eins og Arnar Grétarsson hjá Val og Hallgrímur Jónasson hjá KA voru þá líklega ekkert sérstaklega ánægðir að heyra þessar fréttir eftir enga óskabyrjun á tímabilinu hjá þeirra liðum.

Þjálfaramarkaðurinn hér heima var hreint út sagt ekkert rosalega merkilegur - þegar bara er talað um þjálfara sem eru á lausu - fyrir þessar fréttir af Óskari en núna horfa kannski félög öðruvísi á hann.

Óskar tók við Haugesund í október síðastliðnum eftir að hafa gert afar flotta hluti með Breiðablik og Gróttu hér á Íslandi. Stýrði hann Breiðabliki meðal annars til Íslandsmeistaratitils og var hann við stjórnvölinn þegar Blikar urðu fyrsta íslenska karlaliðið til að komast í riðlakeppni í Evrópu.
Athugasemdir
banner
banner
banner