Sancho, Sesko, Mac Allister, Ten Hag, Raya og fleiri góðir koma við sögu
banner
   fös 10. maí 2024 18:17
Brynjar Ingi Erluson
Mbappe yfirgefur PSG í sumar (Staðfest)
Kylian Mbappe er líklega á leið til Real Madrid
Kylian Mbappe er líklega á leið til Real Madrid
Mynd: Getty Images
Kylian Mbappe, sóknarmaður Paris Saint-Germain og franska landsliðsins, hefur staðfest að hann sé á förum frá PSG í sumar en hann sendi frá sér myndbandstilkynningu á samfélagsmiðlum í kvöld.

Mbappe, sem er 25 ára gamall, verður samningslaus í sumar og ákvað að framlengja ekki samning sinn.

Franskir og spænskir miðlar hafa síðustu mánuði fullyrt að hann sé að ganga í raðir Real Madrid og er þessi tilkynning leikmannsins staðfesting á því.

„Ég hef alltaf sagt að ég myndi tala við ykkur þegar tíminn kæmi og ég vildi tilkynna ykkur það að þetta verður síðasta tímabil mitt hjá Paris Saint-Germain. Ég mun ekki framlengja samning minn og mun því ævintýrinu ljúka á næstu vikum. Síðasti leikur minn á Parc des Princes verður á sunnudag,“ sagði Mbappe meðal annars í myndbandinu.

Mbappe þakkað þjálfurum, stuðningsmönnum, leikmönnum og öllum sem koma að félaginu fyrir þessi sjö ár sem hann spilaði fyrir félagið.

Síðasti heimaleikur hans verður gegn Toulouse á sunnudag.

Mbappe er markahæsti leikmaður í sögu PSG með 255 mörk og tíundi leikjahæsti með 306 leiki í öllum keppnum.


Athugasemdir
banner
banner
banner