Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 10. júní 2017 14:00
Magnús Már Einarsson
Einar Örn: Þurfti Björn Bergmann ekki bara tíma til að þroskast?
Icelandair
Björn Bergmann fagnar marki sínu gegn Kósóvó.
Björn Bergmann fagnar marki sínu gegn Kósóvó.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þurfti hann ekki bara smá tíma til að þroskast? sagði Einar Örn Jónsson í spjalli í útvarpsþætti Fótbolta.net þegar Björn Bergmann Sigurðarson kom til umræðu.

Björn Bergmann sneri aftur í íslenska landsliðshópinn í fyrra eftir fimm ára hlé. Björn gaf ekki kost á sér í landsliðið í nokkur ár en hann nýtur þess í botn að vera í liðinu í dag eins og hann sagði við Fótbolta.net í vikunni.

„Ég man eftir þessum blaðamannafundi þar sem Lars var spurður út í Björn Bergmann. Þá kom stutt og einfalt svar: Hann hefur ekki svarað símanum."

„Það sýndi það hvernig hann leit á landsliðið á þeim tíma. Svo eldast menn, þroskast og læra. Við skulum ekki erfa það við hann að hann hafi ekki kunnað á símann sinn í nokkur ár. Hann er í landsliðinu í dag og leggur sig allan í það."


Björn var í byrjunarliði og skoraði gegn Kósóvó í mars en Einar og Sigurbjörn Hreiðarsson telja að hann verði á bekknum á morgun þar sem þeir Alfreð Finnbogason og Jón Daði Böðvarsson leiði línuna.

„Þetta er hörkuleikmaður. Hann er búinn að standa sig mjög vel en ég held að hann byrji ekki þennan leik gegn Króatíu," sagði Sigurbjörn um Björn.

Smelltu hér til að hlusta á spjallið við Einar og Sigurbjörn
Björn Bergmann: Rosalega gaman að vera hérna
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner