Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 10. júní 2017 13:00
Arnar Daði Arnarsson
Heimir mætir á Ölver fyrir leik: Við breytum engu
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við breytum engu. Þetta hefur gengið vel hingað til og Tólfan ætlar að mæta á völlinn um klukkutíma fyrir leik. Við færum því dagskránna í Ölver aðeins fyrr," sagði landsliðsþjálfarinn, Heimir Hallgrímsson sem hefur lagt það í vana sinn að hitta meðlimi Tólfunnar á Ölver fyrir leik og tilkynna þeim byrjunarliðið og fara aðeins yfir komandi leiki.

Fyrir leik Íslands og Króatíu sem fram fer annað kvöld verður svokallað, Fan Zone fyrir framan Laugardalsvöllinn. Heimir segir þessa hugmynd hafa verið lengi í kortunum.

„Við höfum líka fundið fyrir góðum anda í kringum okkur og það er jákvætt andrúmsloft. Það er almenn jákvæði í kringum þennan leik og þetta er ein viðbót sem er komin til að vera. Þetta er eitthvað sem þurfti að reyna einu sinni."

,Við töluðum um þetta fyrir mörgum árum að gera eitthvað fyrir leiki og þetta inná Ölver er orðið löngu löngu sprungið. Það er því frábært að við séum komin með stórt svæði fyrir alla," sagði afmælisbarnið, Heimir Hallgrímsson.

Stuðningsmannasvæðið opnar tveimur klukkutímum fyrir leik.

Leikur Íslands og Króatíu verður að sjálfsögðu í beinni textalýsingu hér á Fótbolta.net.

Athugasemdir
banner
banner
banner