Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   lau 10. júní 2017 11:32
Arnar Daði Arnarsson
Heimir: Það eru allir klárir, glaðir og tilbúnir
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það eru allir klárir, glaðir og tilbúnir til að spila," voru upphafsorð Heimis Hallgrímssonar þjálfara íslenska karla landsliðsins á síðasta fréttamannafundi fyrir stórleikinn annað kvöld, Ísland - Króatíu.

„Ég sjálfur er einnig ótrúlega fit," bætti hann síðan við.

Heimir var spurður að því hvort það væri jákvætt eða neikvætt að það er langt síðan töluverður stór hópur af liðinu spilaði síðast leik.

„Það er bæði jákvætt og neikvætt við þetta. Það er slæmt ef menn eru ekki búnir að spila mikið en það er líka gott á þessum tímapunkti að vera með leikmenn sem eru frískir og tilbúnir og jafnvel æstir til að sanna sig. Sumir hafa verið að bíða eftir þessum leik," sagði Heimir.

Birkir Bjarnason hefur ekkert spilað í tvo mánuði vegna meiðsla en hann er klár fyrir leikinn á morgun. Svipaða sögu má segja um Ragnar Sigurðsson sem hefur verið að glíma við meiðsli. En eru þeir klár í 90 mínútna leik?

„Við teljum það og þeir telja það. Það verður síðan að koma í ljós eftir 80 mínútur hvort þeir klári síðustu 10 mínúturnar en við höfum ekki tekið vináttuleik og vildum ekki taka vináttuleik. Okkur fannst það ekki klókt að þessu sinni," sagði afmælisbarn dagsins en Heimir fagnar fimmtugs afmæli sínu í dag.

Leikur Íslands og Króatíu hefst klukkan 18:45 annað kvöld og verður í beinni textalýsingu hér á Fótbolta.net

Sérstakt Fan-Zone opnar tveimur klukkustundum fyrir leik og er aðgangur ókeypis og öllum opinn. Það er staðsett á bílastæðinu fyrir framan Laugardalsvöllinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner