Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 10. júlí 2017 09:45
Magnús Már Einarsson
Arsenal býður í Lemar - Bakayoko til Man Utd?
Powerade
Tiemoue Bakayoko gæti verið á leið í enska boltann.
Tiemoue Bakayoko gæti verið á leið í enska boltann.
Mynd: Getty Images
Ensku slúðurblöðin halda áfram að koma með helstu kjaftasögurnar úr boltanum.



Manchester United gæti keypt Tiemoue Bakayoko (22) frá Mónakó á 35 milljónir punda en hann er líka á óskalista Chelsea. (Daily Star)

Arsenal er tilbúið að bjóða meira en 45 milljónir punda í Thomas Lemar kantmann Mónakó en búið er að hafna tilboðum frá félaginu upp á 30 og 40 milljónir punda. (Daily Mirror)

Everton hefur boðið 32 milljónir punda í Gylfa Þór Sigurðsson (27) miðjumann Swansea. (Daily Mail)

Theo Walcott (28) ætlar að berjast fyrir sæti sínu hjá Arsenal frekar en að fara til West Ham á 20 milljónir punda. (Daily Star)

Wojciech Szczesny (27) fer ekki með Arsenal í æfingaferð til Ástralíu. Markvörðurinn hefur verið orðaður við Juventus. (Sun)

Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham, vill fá varnarmanninn Juan Foyth (19) frá Estudiantes í Argentínu. Juan Sebastian Veron, fyrrum leikmaður Manchester United, er umboðsmaður hans. (Daily Mirror)

Newcastle er að reyna að fá Jacob Murphy (22) miðjumann Norwich í sínar raðir. Southampton og Crystal Palace vilja líka fá Murphy. (Daily Mirror)

Derby er að reyna að kaupa Tom Lawrence framherja Leicester (23) á sjö milljónir punda. (Sun)

Newcastle og Middlesbrough vilja bæði fá Sheiy OJo (20) kantmann Liverpool á láni. (Times)

WBA er í viðræðum við Bournemouth um kaup á Marc WIlson (29) en hann gæti kostað eina milljón punda. (Birmingham Mail)

Burnley vill kaupa miðjumanninn Glenn Whelan (33) frá Stoke á 2,5 milljónir punda. (Sun)

Leeds ætlar að reyna að fá varnarmanninn Cameron Borthwick-Jackson (20) frá Manchester United hvort sem um verður að ræða kaup eða lán. (ESPN)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner