mán 10. júlí 2017 16:16
Magnús Már Einarsson
Lukaku til Manchester United (Staðfest)
Lukaku er orðinn leikmaður Manchester United.
Lukaku er orðinn leikmaður Manchester United.
Mynd: Manchester United
Manchester United hefur keypt framherjann Romelu Lukaku frá Everton á 75 milljónir punda. Kaupverðið getur hækkað upp í 90 milljónir punda ef Lukaku stendur sig vel á Old Trafford.

Hinn 24 ára gamli Lukaku skrifaði undir fimm ára samning við United með möguleika á árs framlengingu en hann fer frá Everton eftir fjögur ár hjá félaginu.

Hann hittir nú nýju liðsfélaga sína í æfingaferð Manchester United í LA.

„Romelu passar fullkomlega fyrir Manchester United. Hann er stór persónuleiki og stór leikmaður. Það er eðlilegt að hann vilji halda áfram að þróa feril sinn hjá stærsta félaginu," sagði Jose Morinho, stjóri United.

„Hann verður frábær viðbót við hópinn og ég veit að leikmenn eiga eftir að bjóða hann mjög velkominn. Ég hlakka mikið til að vinna með honum aftur."

Mourinho og Lukaku voru saman hjá Chelsea á sínum tíma. Chelsea vildi einnig fá Lukaku í sínar raðir í sumar en Manchester United hafði betur í kapphlaupinu um hann.




Athugasemdir
banner
banner