Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 10. september 2016 16:32
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Inkasso-deildin: Þór hafði betur gegn Grindavík í markaleik
Þórsarar fagnar hér marki
Þórsarar fagnar hér marki
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Þór 4 - 3 Grindavík
0-1 Alexander Veigar Þórarinsson ('14 )
1-1 Ármann Pétur Ævarsson ('37 )
2-1 Ármann Pétur Ævarsson ('45 )
2-2 Alexander Veigar Þórarinsson ('45 )
3-2 Björn Berg Bryde ('66, sjálfsmark )
4-2 Gunnar Örvar Stefánsson ('83, víti )
4-3 Alexander Veigar Þórarinsson ('88 )
Lestu nánar um leikinn

Hann var mjög fjörugur leikurinn á milli Þórs og Grindavíkur sem lauk fyrir stuttu í Inkasso-deildinni. Þetta var leikur í 20. umferð Inkasso-deildarinnar.

Alexander Veigar Þórarinsson og Ármann Pétur Ævarsson voru í stuði fyrir sín lið, en þeir settu báðir tvö mörk í fyrri hálfleiknum og þegar dómarinn flautaði til hálfeiks var staðan 2-2.

Þór náði svo forystunni þegar Björn Berg Bryde, varnarmaður Grindvíkinga varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark.

Gunnar Örvar Stefánsson kom Þórsurum svo í 4-2 með marki úr vítaspyrnu áður en Alexander Veigar, markahæsti leikmaður deildarinnar, fullkomnaði þrennu sína. Það var hins vegar ekki nóg fyrir gestina og það voru Þórsarar sem unnu þennan leik, 3-2.

Grinda­vík hef­ur þegar tryggt sér Pepsi-deildarsæti, rétt eins og KA, en liðin slást nú um meist­ara­titil Inkasso-deildarinnar. KA er með 42 stig og Grinda­vík 41, en Þór er í þriðja sæti með 32 stig.
Athugasemdir
banner