banner
   lau 10. október 2015 09:00
Elvar Geir Magnússon
„Hefur talið líklegra að fá að spila í FH en í KR"
Bergsveinn gekk í raðir FH í vikunni.
Bergsveinn gekk í raðir FH í vikunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bergsveinn Ólafsson gekk í raðir FH frá Fjölni í vikunni. Á fréttamannafundi í Krikanum sagðist Bergsveinn hafa valið FH fram yfir KR.

Bjarni Guðjónsson, þjálfari KR, virtist ekki mjög svekktur yfir því að misst af Bergsveini þegar Fótbolti.net ræddi við hann í gær.

„Hann óskaði eftir að ræða við okkur og við ræddum við hann. Svo ákvað hann að fara í FH og hefur sennilega talið líklegra að fá að spila þar en í KR-liðinu," sagði Bjarni eftir að Indriði Sigurðsson var kynntur sem leikmaður KR í gær.

Auk Indriða eru nú í leik­manna­hópi KR þeir Skúli Jón Friðgeirs­son, Rasmus Christian­sen, Aron Bjarki Jóseps­son og Gunn­ar Þór Gunn­ars­son sem allir eru miðverðir.

Grétar Sigfinnur Sigurðarson er á förum frá KR.

„Grétar er eitthvað að skoða í kringum sig. Við vitum að það er einn inn og einn út," sagði Bjarni en viðtalið má sjá í heild sinni með því að smella hérna.
Athugasemdir
banner
banner
banner