Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 10. október 2015 08:30
Arnar Geir Halldórsson
Ferguson óttast Liverpool undir stjórn Klopp
Maðurinn sem allir eru að tala um
Maðurinn sem allir eru að tala um
Mynd: Getty Images
Manchester United goðsögnin Sir Alex Ferguson hefur miklar mætur á nýja knattspyrnustjóra Liverpool, Jurgen Klopp.

Klopp var kynntur til leiks hjá Liverpool í gær en Brendan Rodgers var látinn taka poka sinn um síðustu helgi eftir jafntefli gegn Everton.

„Þetta er góð ráðning. Ég hef hrifist af honum. Ég þekki Jurgen (Klopp) nokkuð vel þar sem við höfum setið marga fundi saman," sagði Ferguson í samtali við ESPN fréttastofuna.

„Hann hefur mjög sterkan persónuleika. Hann er þrjóskur og ákveðinn og ferillinn hans hjá Dortmund sýnir að það er mikið í hann varið."

„Ég held að hann muni gera vel og þar sem þetta er Liverpool, þá hef ég áhyggjur af því,"
sagði Ferguson.




Athugasemdir
banner
banner
banner