Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   lau 10. október 2015 07:30
Arnar Geir Halldórsson
Hodgson ánægður með Barkley
Barkley í leiknum í gær
Barkley í leiknum í gær
Mynd: Getty Images
Ross Barkley var besti maður Englands þegar liðið vann 2-0 sigur á Eistlandi í gær í undankeppni EM og uppskar hrós frá Roy Hodgson, landsliðsþjálfara Englands, í kjölfarið.

„Það er ekki oft sem ég spái í hver er valinn maður leiksins en ég er ánægður með að hann fékk þetta í kvöld," sagði Hodgson.

Barkley lék ásamt Liverpool mönnunum Adam Lallana og James Milner á þriggja manna miðju.

„Hann sýndi hvað hann getur. Við viljum nota hann í þessari stöðu og honum líður vel í þriggja manna miðju.

„Við höfum verið að vinna í ákvörðunartökunni hjá honum og það gengur vel. Hann hefur unnið vel í sínum málum undanfarið ár og ég er viss um að Roberto (Martinez) er að gefa honum sömu ráð og við," sagði Hodgson.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner