Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 10. október 2015 11:03
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: BBC 
Mourinho fær leyfi til að bjóða í Stones og Marquinhos
Powerade
Mourinho vill yngja upp í vörninni.
Mourinho vill yngja upp í vörninni.
Mynd: Getty Images
Gríðarleg eftirvænting ríkir í Liverpool þar sem Klopp er tekinn við störfum.
Gríðarleg eftirvænting ríkir í Liverpool þar sem Klopp er tekinn við störfum.
Mynd: Getty Images
Það er nóg um að vera í slúðurpakka dagsins þar sem Jürgen Klopp er í fyrirrúmi.



Jose Mourinho hefur fengið leyfi til að bjóða í varnarmennina John Stones hjá Everton og Marquinhos hjá PSG í janúar. Báðir varnarmennirnir eru aðeins 21 árs gamlir og munu koma til með að kosta tugi milljóna punda. (Daily Mirror)

Manchester United ætlar að selja Marcos Rojo í janúar og kaupa hollenska varnarmanninn Bruno Martins Indi frá Porto. (Manchester Evening News)

David Ospina, markvörður Arsenal, mun líklega ekki fá að spila mikið meira á árinu og gæti verið seldur í janúar. (The Sun)

Jürgen Klopp er búinn að segja við leikmenn Liverpool að þeir verði að fylgja honum í einu og öllu. (Daily Star)

Tom Werner, forseti Liverpool, segir að félagið verði að fara að vinna titla á næstu árum. Þá segir hann einnig að Brendan Rodgers hafi fengið meira en nægan tíma til að gera það og mistekist. (Daily Express)

Lánstilboði Arsenal í Aleksandr Kokorin, 24 ára sóknarmanni Dynamo Moskvu, var hafnað í sumar. (Evening Standard Sovsport.ru)

Tim Sherwood vill ráða meiru um hvaða leikmenn koma inn til félagsins. Hann telur Paddy Reilly og Hendrik Almstadt hafa haft of mikið að segja um hvaða leikmenn voru fengnir í sumar. (Daily Mirror)

Ramiro Funes Mori, varnarmaður Everton, býst við að vera tilbúinn í slaginn gegn Manchester United þrátt fyrir að þurfa að ferðast hátt upp í 10 þúsund kílómetra með argentínska landsliðinu nokkrum dögum fyrir leikinn. (Liverpool Echo)

Crystal Palace er á eftir Matthew Shevlin, 16 ára sóknarmanni Ballymena. Shevlin er frá Norður-Írlandi og hreif Alan Pardew, stjóra Crystal Palace. (Surrey Mirror)

Írska knattspyrnusambandið ætlar að framlengja samning Martin O'Neill, landsliðsþjálfara, eftir að liðið vann Þýskaland á heimavelli og tryggði sér í það minnsta umspilssæti á EM. (The Times)

Justin Bieber er mikill stuðningsmaður írska landsliðsins. Hann og Robbie Keane, sem Bieber kallar Keano, eru félagar og fékk Bieber myndband sent frá Keane skömmu eftir leik, þar sem írsku landsliðsmennirnir hlusta á lag sungið af Bieber í liðsrútunni.

Peter Schmeichel, fyrrverandi markvörður Man Utd, segir Klopp hafa gert mistök með því að lofa titli til félagsins á innan við fjórum árum. „Fyrstu mistökin..?? Aðrir hafa lofað því sama! #ÞaðErEkkiSvoAuðveltHerraKlopp" skrifaði goðsagnakenndi Daninn á Twitter.

Englendingurinn Keith Armstrong var rekinn frá finnska liðinu FC Ilves vegna þess að hann mætti ekki á sunnudagsleik liðsins. Hann vildi frekar fara í sjónvarpið þar sem hann fékk að rýna í nýliðna umferð ensku úrvalsdeildarinnar. (ESPN)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner