Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 10. október 2015 06:30
Arnar Geir Halldórsson
Heimild: Sunnlenska 
Sandiford áfram á Selfossi
Chante Sandiford
Chante Sandiford
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Chanté Sandiford hefur framlengt samning sinn við knattspyrnudeild Selfoss og mun því standa áfram á milli stanganna hjá liðinu í Pepsi deildinni á næsta ári.

Sandiford lék alla leiki Selfoss á nýafstaðinni leiktíð þegar liðið lenti í 3.sæti deildarinnar en liðið komst einnig í bikarúrslitaleikinn þar sem Selfosskonur biðu lægri hlut fyrir Stjörnunni.

„Ég er mjög spennt fyrir öðru tímabili á Selfossi. Síðasta tímabil var frábært og ég held að við getum gert enn betur næsta sumar. Ég hef aldrei verið ánægðari eða fundist ég vera meira "heima" hjá nokkru öðru liði og ég er mjög upprifin yfir því að fá annað tækifæri til þess að spila með þessum frábæru liðsfélögum," sagði Sandiford í samtali við sunnlenska.is.

Samhliða því að spila með Selfossi mun Sandiford sinna markvarðaþjálfun hjá yngri flokkum félagsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner