banner
   lau 10. október 2015 17:52
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Undankeppni EM: Svekkjandi jafntefli gegn Lettum í Laugardalnum
Icelandair
Gylfi og Kolbeinn skoruðu mörk Íslands í dag
Gylfi og Kolbeinn skoruðu mörk Íslands í dag
Mynd: Fótbolti.net - Arnar Daði Arnarsson
Ísland 2-2 Lettland
1-0 Kolbeinn Sigþórsson ('5 )
2-0 Gylfi Þór Sigurðsson ('27 )
2-1 Aleksandrs Cauna ('49 )
2-2 Valerijs Sabala ('68)
Lestu nánar um leikinn

Ísland missti niður tveggja marka forystu í seinni hálfleik þegar liðið gerði afar svekkjandi 2-2 jafntefli gegn Lettlandi í undankeppni EM 2016 í dag.

Leikurinn byrjaði afar vel fyrir íslenska liðið, en það komst yfir eftir aðeins fimm mínútna leik þegar Kolbeinn Sigþórsson fylgdi á eftir aukaspyrnu sem að Gylfi Þór Sigurðsson tók.

Gylfi tvöfaldaði svo forystu Íslands með góðu marki á 27. mínútu, en með því marki varð hann markahæsti Íslendingurinn í sögu undankeppni EM.

Staðan var því 2-0 í hálfleik og útlitið gott fyrir okkar menn, en strax í byrjun seinni hálfleiks minnkuðu gestirnir muninn þegar Aleksandrs Cauna kom boltanum í netið.

Á 68. mínútu jöfnuðu Lettar svo metin með marki frá Valerijs Sabala og staðan því orðin, 2-2.

Fleiri mörk voru ekki skoruð og 2-2 jafntefli því niðurstaðan, en eins og alþjóð veit höfðu Íslendingar tryggt sig inn á EM í Frakklandi fyrir leikinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner