Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Niðurtalningin - Nýjar áherslur og spennandi tímar í Garðabænum
Niðurtalningin - Nýir tímar í Laugardalnum
Niðurtalningin - Hamingjan er í Víkinni
Hugarburðarbolti Þáttur 12
Niðurtalningin - Andinn á Sauðárkróki er einstakur
Enski boltinn - Er titilbaráttan bara búin?
Innkastið - Víkingur vinnur leiki sem Valur vinnur ekki
Niðurtalningin - Ásþórsdætur í Fylkisspjalli
Niðurtalningin - Ekki afskrifa Keflvíkingana
Útvarpsþátturinn - Kraftur í KR og umdeild dómgæsla
Enski boltinn - El Meistaradeildarveisla
Innkastið - Fljúgandi start og fullar stúkur
Hugarburðarbolti Þáttur 11
Mögnuð saga Diljár - Næstum hætt en ætlar nú á EM með Íslandi
Útvarpsþátturinn - Besti upphitunarþátturinn
Niðurtalningin - Gylfi Sig mættur á Hlíðarenda
Niðurtalningin - Bara ein leið til að toppa síðasta tímabil
Hugarburðarbolti Þáttur 10
Enski boltinn - Ekki bara bestu kaup tímabilsins
Niðurtalningin - Ungu strákarnir þekkja ekkert annað
   lau 10. október 2015 13:40
Ívan Guðjón Baldursson
Upptaka - Árni Vill á línunni: Fá sér skot í morgunmat
Icelandair
Árni Vilhjálmsson var leikmaður Breiðabliks áður en hann hélt út til Noregs þar sem hann leikur nú með Lilleström.
Árni Vilhjálmsson var leikmaður Breiðabliks áður en hann hélt út til Noregs þar sem hann leikur nú með Lilleström.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Árni Vilhjálmsson kom af bekknum og gerði sigurmark íslenska landsliðsins gegn því úkraínska í undankeppni EM U21 árs landsliða.

Íslenska U21 árs landsliðið er með tíu stig eftir fjóra leiki og mætast helstu keppinautar landsliðsins í undanriðlinum, Skotar og Frakkar, í hörkuleik í dag.

Útvarpsþáttur Fótbolta.net er í gangi á X-inu FM 97,7 og setti sig í samband við Árna sem er með landsliðshópnum í Skotlandi þar sem landsliðin mætast á þriðjudaginn.

„Stemningin í Skotlandi er góð, hún er alltaf góð þegar við strákarnir hittumst í þessum landsliðsferðum," sagði Árni í útvarpsviðtalinu sem má hlusta á hér fyrir ofan.

„Úkraína er ekkert ósvipuð kannski Rússlandi og svona, dálítið kalt. Ætli það hafi ekki verið fjögur eða fimmþúsund manns á vellinum og flott stemning hjá þeim. Þeir voru með sína hooligana þarna og menn voru komnir úr að ofan eftir fimm mínútur. Þeir fundu líklega ekki fyrir kuldanum, þeir eru vanir þessu þarna. Þeir fá sér skot í morgunmat og málið er dautt held ég.

„Við vorum kannski smá heppnir að þeir skoruðu ekki. Freddi í markinu hélt okkur gangandi á tímabili. Hann var hrikalega góður og var maður leiksins. Okkar leikur snýst náttúrulega bara um varnarleik, við sinntum því og náðum að skora eitt mark og klára leikinn. Heppni eða ekki, þetta var upplagið í leiknum og það gekk."


Árni talaði um ýmsa aðra hluti í útvarpsviðtalinu þar sem hann kafaði dýpra ofan í lífið með landsliðinu og herbergisfélaganum Krulla gull og meiðslin sem hann er búinn að ganga í gegnum á tímabilinu.
Athugasemdir
banner
banner