Rodrygo íhugar að fara frá Real Madrid - Man Utd og Juventus á eftir Ederson - Kane ætlar að vera áfram hjá Bayern
Tveggja Turna Tal - Agla María Albertsdóttir
Innkastið - Enginn skilaréttur!
Hugarburðarbolti GW34 Þig er ekki að dreyma, Liverpool eru Englandsmeistarar!
Enski boltinn - Liverpool er Englandsmeistari 2025 (Staðfest)
Tveggja Turna Tal - Guðjón Örn Ingólfsson
Grasrótin - Upphitun fyrir 4 og 5. deild
Útvarpsþátturinn - Allt galopið í Bestu og eftirvænting í Liverpoolborg
Innkastið - Báðir nýliðarnir lögðu Víking
Hugarburðarbolti GW 33 Liverpool aðeins einum sigri frá því að verða meistarar.
Grasrótin - Upphitun fyrir 3. deild
Grasrótin - Upphitun fyrir 2. deild
Útvarpsþátturinn - Mjólkin býður upp á það óvænta
Hugarburðarbolti GW 32 Það eru 9 fingur á bikarnum hjá Liverpool!
Leiðin úr Lengjunni - Upphitun fyrir Lengjudeildina 2025
Niðurtalningin - Verður skjöldurinn áfram í Kópavogi?
Niðurtalningin - Breyttir tímar á Hlíðarenda
Innkastið - Fyrirliðinn missir hausinn og meistarar hrynja
Niðurtalningin - Víkingur með háleit markmið
Tveggja Turna Tal - Gunnar Jarl Jónsson
Útvarpsþátturinn - Nýr formaður KR og meðbyrinn í Vesturbænum
   lau 11. janúar 2014 16:23
Elvar Geir Magnússon
Upptaka - Óli Kristjáns: Enginn íslenskur leikmannamarkaður
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Undirbúningsmótin eru komin á fullt skrið í íslenska boltanum þar sem keppt er í Fótbolta.net mótinu, Reykjavíkurmótinu, Íslandsmótinu í Futsal og Kjarnafæðismótinu meðal annars.

Ólafur Kristjánsson er þjálfari Breiðabliks sem hefur byrjað Fótbolta.net mótið vel og lagði Keflavík 4-2 í dag.

,,Þetta var fínn leikur. Gott tempó og góður sigur. Gott að fara með þrjú stig á Reykjanesbrautina," sagði Ólafur í símaviðtali í útvarpsþætti Fótbolta.net á X-inu 977.

,,Við byrjuðum að æfa um síðustu helgi og ég held að Keflvíkingarnir hafi gert það líka þannig þetta var svona að setja menn í gang, láta þá spila mismikið og vinna í þeim hlutum sem við höfum verið að vinna í í vikunni."

Enginn íslenskur leikmannamarkaður
Ólafur segir að lítið sé að gerast í leikmannamálum hjá Breiðablik og að félagið ætli sér að leita innávið frekar en til erlendra leikmanna eins og Nichlas Rohde og Jordan Halsman.

,,Það er ekki til neitt sem heitir íslenskur leikmannamarkaður. Það eru mjög fá félagaskipti sem eiga sér stað milli liða þar sem eitt félag kaupir leikmann af öðru liði. Það hefur ekki skapast hefð fyrir því að það sé gert í neinum stíl.

,,Það helgast ákveðið viðhorf, þar sem það er ekki nægur þroski í þessu á alla kanta. Ef þú hefur áhuga að fá leikmann úr öðru liði og nefnir það við það félag sem leikmaðurinn er í þá ertu oft álitinn bara hálfklikkaður.

,,Þá er farið að tala um eitthvað svokallað verð og þá er það útúr öllu korti finnst liðinu sem er með leikmanninn og hinir bjóða alltof lágt þannig að það hefur ekki orðið nein verðmyndun á leikmönnum á Íslandi. Við erum bara ekki búin að ná þangað."


Rætt er ítarlega um íslenska leikmannamarkaðinn og hvers vegna hann virkar ekki í núverandi mynd út viðtalið.
Athugasemdir
banner
banner
banner