Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 11. febrúar 2016 19:55
Ívan Guðjón Baldursson
Adam Johnson rekinn frá Sunderland (Staðfest)
Johnson fagnar ekki mikið næstu mánuði.
Johnson fagnar ekki mikið næstu mánuði.
Mynd: Getty Images
Sunderland er búið að rifta samningi Adam Johnson við félagið eftir að hann játaði sök í viðkvæmu kynferðisbrotamáli þar sem hann hafði samræði við stelpu undir 16 ára aldri.

Johnson er 28 ára gamall og á 12 landsleiki að baki fyrir England, en hann hefur verið leikmaður Sunderland í fjögur ár eftir að hann kom til félagsins frá Manchester City.

„Félagið er búið að rifta samningi Adam Johnson eftir að hann játaði sekt sína. Félagið ætlar ekki að tjá sig frekar um málið," stendur í yfirlýsingu frá Sunderland.

Þá er Adidas einnig búið að rifta samningi sínum við Johnson og birti fyrirtækið yfirlýsingu þess efnis í dag.

Óljóst er hvað framtíð Johnson ber í skauti sér en það er líklegt að hann mun eiga í erfiðleikum með að finna sér nýtt knattspyrnufélag í framtíðinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner