Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 11. febrúar 2016 15:20
Magnús Már Einarsson
Björn Bergmann um landsliðið: Alltaf möguleiki
Björn í leik með U21 árs landsliðinu sumarið 2012.
Björn í leik með U21 árs landsliðinu sumarið 2012.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Björn Bergmann Sigurðarson, framherji Wolves, segist vera opinn fyrir því að gefa kost á sér í íslenska landsliðið á nýjan leik í framtíðinni.

Björn gaf ekki kost á sér í landsleiki gegn Albaníu og Sviss í október árið 2012 en hann var þá nýkominn til Wolves og vildi einbeita sér að því að berjast um sæti í liðinu þar. Björn hefur ekkert komið við sögu í landsliðinu síðan þá en myndi hann gefa kost á sér ef kallið kæmi í dag?

„Ég myndi hugsa vel um það, allan daginn. Það er alltaf möguleiki. Ef ég stend mig vel áfram þá er ég opinn fyrir öllu. Það væri gaman," sagði Björn við Fótbolta.net í dag.

Björn segist hafa verið reglulega í sambandi við landsliðsþjálfarana Heimi Hallgrímsson og Lars Lagerback.

„Ég er búinn að vera í góðu sambandi við þá báða. Reyndar ekki upp á síðkastið en þegar ég var í Molde og Kaupmannahöfn (á láni 2014 og 2015) þá vorum við í góðu sambandi. Þeir hafa verið frábærir og það kom mér á óvart hvað þeir eru nice náungar."

Björn hefur verið að glíma við meiðsli í baki undanfarin tvö ár og því hefur ekki orðið að endurkomu hans í landsliðið.

„Ég hef verið mikið meiddur og hef ekki viljað taka sénsinn á að meiðast aftur. Ég var kannski búinn að vera heill í viku þegar kom landsleikur og þá gæti ég meiðst aftur. Ég vil vita að ég sé fit og gefa þá kost á mér í landsliðið," sagði Björn sem er kominn á fulla ferð með Wolves í dag.

Sjá einnig:
Björn Bergmann: Hélt að stjórinn væri að djóka í mér
Athugasemdir
banner
banner