fim 11. febrúar 2016 15:15
Elvar Geir Magnússon
Gott að Oxlade-Chamberlain er óánægður
Alex Oxlade-Chamberlain.
Alex Oxlade-Chamberlain.
Mynd: Getty Images
Alex Oxlade-Chamberlain ku vera ósáttur við að vera ekki stærra hlutverki hjá Arsenal. Það er gott mál segir Gilberto Silva, fyrrum leikmaður Arsenal.

Aðeins tíu sinnum hefur Oxlade-Chamberlain spilað 90 mínútna leik fyrir Arsenal.

„Ég er ánægður með að hann sé óánægður með að vera ekki að spila. Sjálfur yrði ég mjög pirraður og ef þú ert sáttur á bekknum þá er eitthvað rangt í gangi," segir Silva.

„Það er bara í hans höndum að koma sér í byrjunarliðið og hann verður að nýta hvert tækifæri til þess. Enginn annar mun vinna þá vinnu fyrir hann. Hann verður að finna leið sjálfur."

Oxlade-Chamberlain hefur fengið gagnrýni fyrir frammistöðu sína í einhverjum leikjum fyrr á tímabilinu. Graeme Souness lét hann heyra það.

„Hann er 22 ára og með þau gæði sem hann hefur á hann ekki að vera ánægður með að vera í aukahlutverki. Hann á að banka á dyr Wenger og segja: 'Ég er tilbúinn'. Ég hef séð hann hlæja og grínast í viðtölum. Ég vil sjá hann hætta að vera einhver grínari og fara að taka þessu alvarlega," sagði Souness.
Athugasemdir
banner
banner
banner