Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fim 11. febrúar 2016 13:00
Magnús Már Einarsson
Hope Solo hrædd við að fara á Ólympíuleikana
Mynd: Getty Images
Hope Sole, markvörður bandaríska landsliðsins, segist ekki ætla á Ólympíuleikana í Brasilíu í sumar eins og staðan er núna.

Ástæðan er Zika veiran sem hefur skotið upp kollinum í Suður-Ameríku.

Fæðingargallar hjá nýburum í Suður-Ameríku hafa verið tengdir við Zika veiruna að undanförnu og Solo vill ekki fara til Brasilíu nema ástandið verði betra.

„Ef ég þyrfti að ákveða mig í dag þá myndi ég ekki fara á Ólympíuleikana," sagði Hope Solo.

Talið er að konur geti eignast heilbrigð börn í framtíðinni þó þær fái Zika veiruna í einhvern tíma. Solo veit af þessu en vill ekki taka neina sénsa.

„Ég myndi aldrei taka áhættuna á því að eignast óheilbrigt barn," sagði hin 34 ára gamla Solo.
Athugasemdir
banner
banner
banner