Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 11. febrúar 2016 11:50
Elvar Geir Magnússon
Hvar voru mennirnir í Leicester fyrir fimm árum?
Kasper Schmeichel í leik með U21-landsliði Danmerkur gegn Íslandi á KR-vellinum 2008.
Kasper Schmeichel í leik með U21-landsliði Danmerkur gegn Íslandi á KR-vellinum 2008.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Robert Huth fagnar marki 2011.
Robert Huth fagnar marki 2011.
Mynd: Getty Images
Vardy í leik með Fleetwood fyrir fimm árum.
Vardy í leik með Fleetwood fyrir fimm árum.
Mynd: Getty Images
Ævintýri Leicester halda áfram og nú er staðan sú að meirihluti lesenda spáir því að liðið fari alla leið og hampi Englandsmeistaratitlinum.

Vicki Hodges, blaðamaður Telegraph, spólaði fimm ár aftur í tímann og skoðaði hvar helstu leikmenn Leicester voru 2011.

Kasper Schmeichel – Leeds
Náði ekki að verða aðalmarkvörður Manchester City og var lánaður hingað og þangað; Darlington, Notts County og Bury. Árið 2011 var hann að vekja athygli fyrir frammistöðu sína með Leeds í bikarleik gegn Arsenal. Hann varð svo óánægður þegar Leeds ákvað að selja hann til Leicester...

Danny Simpson – Newcastle
Var á sínu fyrsta tímabili eftir að hafa verið keyptur til Newcastle í kjölfar þess að hann hjálpaði liðinu að komast upp í úrvalsdeildina árið á undan þegar hann var á lánssamningi.

Wes Morgan – Nottingham Forest
Notts County vildi ekki semja við hann sem ungling því hann var of feitur. 2011 var hann á sínu níunda tímabili hjá Nottingham Forest og búinn að sanna sig sem einn besti varnarmaður Championship-deildarinnar. Leicester hringdi 2012 og keypti hann á 1 milljón punda.

Robert Huth – Stoke
Var hálfnaður með fjögurra ára samning sinn við Stoke 2010/11 en á því tímabili skoraði hann níu mörk á einu tímabili og var fyrsti varnarmaður félagsins til að ná þeim fjölda.

Christian Fuchs – FSV Mainz 05 (á láni frá Vfl Bochum)
Fyrir fimm árum var Fuchs að spila með Mainz. Hann er einn af fáum í liði Leicester með reynslu úr Meistaradeildinni eftir að hafa leikið með Schalke. Austurríkismaðurinn kom til Leicester á frjálsri sölu í fyrra.

Riyad Mahrez – Le Havre
Hefur verið magnaður á tímabilinu en fyrir fimm árum var hann 19 ára leikmaður Le Havre í frönsku B-deildinni. Leikstíll liðsins þótti henta honum illa þar sem það lék oft upp á að ná jafntefli.

N’Golo Kante – Boulogne
Fyrir fimm árum var hann efnilegur leikmaður hjá frönsku C-deildarliði en fór til Caen tveimur árum síðar. Á yfirstandandi tímabili hefur þessi öflugi "box to box" leikmaður verið einn besti leikmaður deildarinnar.

Danny Drinkwater – á láni hjá Cardiff
Kom úr unglingastarfi Manchester United en var lánaður til Cardiff þar sem hann náði ekki að festa sig í sessi. Hann var síðan látinn fara til Watford.

Marc Albrighton – Aston Villa
Uppalinn hjá Aston Villa og var talinn mikið efni fyrir fimm árum. Hann náði síðan ekki að standa undir væntingum og var látinn fara 2014. Leicester samdi við hann til fjögurra ára og hefur hann náð að festa sig í sessi hjá Leicester.

Shinji Okazaki - Stuttgart
Japanski sóknarmaðurinn var nýkominn frá heimalandi sínu og var að fóta sig í Stuttgart 2011. Á fyrsta tímabili sínu í Þýskalandi skoraði hann aðeins eitt mark og fór í kjölfarið til Mainz.

Jamie Vardy - Halifax og Fleetwood
Það á að kvikmynda þessa sögu. Í ágúst 2011 fór Vardy í utandeildarliðið Fleetwood þar sem hjólin fóru að rúlla og fyrr á yfirstandandi tímabili sló hann met Ruud van Nistelrooy í að skora í fjölda leikja í röð.

Claudio Ranieri - Roma og Inter
Sagði upp hjá Roma í febrúar 2011 eftir dapurt gengi. Liðið missti af toppsætinu á Ítalíu og tapaði í bikarúrslitaleiknum. Inter skákaði liðinu í bæði skiptin. Ranieri fór í sjö mánaða frá áður en hann var ráðinn til Inter eftir að Gian Piero Gasperini var látinn taka pokann sinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner