Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 11. febrúar 2016 16:53
Magnús Már Einarsson
ÍBV hefur fjársöfnun fyrir Abel Dhaira
Abel Dhaira.
Abel Dhaira.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍBV og Vodafone hafa hrint af stað fjársöfnun fyrir markvörðinn Abel Dhaira. Abel var skorinn upp í Úganda fyrir áramót vegna krabbameins í kviðarholi. Krabbameinið hefur nú hefur dreift sér í fleiri líffæri en Abel mun hefja læknismeðferð hér á landi í næstu viku.

Nánari upplýsingar um fjársöfnunina má sjá í fréttatilkynningu ÍBV hér að neðan.

Fréttatilkynning frá ÍBV:
Abel Dhaira, leikmaður félagsins, hefur átt við erfið veikindi að stríða undanfarna mánuði.

Hann var skorinn upp í Úganda fyrir áramót vegna krabbameins í kviðarholi sem nú hefur dreift sér í fleiri líffæri. Abel mun hefja læknismeðferð hér á landi í næstu viku.

Félagið og styrktaraðilar standa þétt við bak Abel og munu leitast við að tryggja honum bestu læknishjálp sem völ er á. Til að létta Abel þá fjárhagslegu byrði sem svo erfiður sjúkdómur orsakar hefur félagið í samstarfi við Vodafone ákveðið að standa fyrir fjársöfnun.

Þeir sem vilja taka þátt í þessari vegferð með okkur geta hringt í neðangreind númer eða lagt beint inn á söfnunarreikning 582-14-602628 kt. 680197-2029. Haraldur Bergvinsson er fjárhaldsmaður verkefninsins. Öllu söfnunarfé verður varið til að standa straum af kostnaði Abels vegna þessarra veikinda

Þessi veikindi er Abel þungbær og við hvetjum alla sem tök hafa á til að sýna honum vinsemd og virðingu í þessari baráttu.

Knattspyrnuráð ÍBV íþróttafélags

9071010 – 1000kr
9071020 – 2000kr
9071030 – 3000kr
Athugasemdir
banner
banner