Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 11. febrúar 2016 11:09
Elvar Geir Magnússon
Mun Berta sjá um kaup Man Utd í stað Woodward?
Andrea Berta (til hægri)
Andrea Berta (til hægri)
Mynd: Getty Images
Það hefur ekki farið framhjá fótboltaáhugamönnum að hávær orðrómur er um að frágengið sé að Jose Mourinho taki við stjórnartaumunum hjá Manchester United í sumar.

Samkvæmt enskum fjölmiðlum gætu viðamiklar breytingar fylgt komu Mourinho sem vill fá íþróttastjórann ítalska Andrea Berta frá Atletico Madrid en hann er mikils metinn í bransanum.

Þá er Berta sagður náinn vinur Jorge Mendes. umboðsmanns Mourinho.

Kæmi Berta til United færi ábyrgðin á því að kaupa leikmenn frá framkvæmdastjóranum Ed Woodward og yfir til hans.

United hefur talað um að félagið sé ekki að stefna á að ráða yfirmann knattspyrnumála en Mourinho vill fá frjálsræði til að endurnýja leikmannahópinn og hefur þegar sett saman lista yfir mögulega kosti á leikmannamarkaðnum.

Þessar breytingar yrðu til þess að Woodward myndi enn meira einbeita sér að auglýsinga- og markaðsmálum hjá enska stórliðinu. Hann er umdeildur og er óánægja innan félagsins með slakan árangur innan vallarins miðað við þær fjárhæðir sem hafa verið notaðar.

Það skiptir miklu máli fyrir Manchester United að vera í Meistaradeildinni en liðinu mistókst að komast upp úr riðlakeppninni, eitthvað sem fjárfestar eru vægast sagt ósáttir með. Þá er hætta á að liðið nái ekki að enda í einu af þremur efstu sætum úrvalsdeildarinnar en þau sæti gefa beinan þátttökurétt í Meistaradeildinni.

Berta var maðurinn bak við tjöldin þegar Atletico Madrid náði að rísa upp úr fallbaráttunni í La Liga og varð óvænt að meistaraliði.
Athugasemdir
banner
banner