fim 11. febrúar 2016 21:14
Elvar Geir Magnússon
Mynd: Eiður Smári á flugvellinum í Molde
Eiður Smári og Magnús Agnar á flugvellinum.
Eiður Smári og Magnús Agnar á flugvellinum.
Mynd: Twitter
Eiður Smári Guðjohnsen er mættur til Molde í Noregi þar sem hann er að fara að ganga í raðir norska úrvalsdeildarfélagsins.

Ole Gunnar Solskjær, goðsögn hjá Manchester United, er þjálfari Molde en keppni í norsku úrvalsdeildinni hefst eftir mánuð. Liðið er í 32-liða úr­slitum Evr­ópu­deild­ar­inn­ar og mæt­ir Sevilla á fimmtudaginn í næstu viku

Molde hefur boðað til fréttamannafundar á morgun þar sem nýr leikmaður verður kynntur en strax fóru í gang sögusagnir um að þar væri um að ræða íslenska landsliðsmanninn.

Eiður Smári er án félags eftir að hafa yfirgefið kínverska úrvalsdeildarliðið Shijiazhuang Ever Bright undir lok síðasta árs. Eiður sem er 37 ára setur stefnuna á að vera með íslenska landsliðinu í lokakeppni Evrópumótsins í sumar.

Á meðfylgjandi mynd sem birt er á Twitter má sjá Eið á flugvellinum í Molde en með í för er umboðsmaðurinn Magnús Agnar Magnússon hjá Total Football.
Athugasemdir
banner
banner
banner