Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 11. febrúar 2016 23:37
Ívan Guðjón Baldursson
Myndband: Wilson stóðst áskorun Messi
Mynd: Getty Images
Lionel Messi er búinn að koma af stað nýrri áskorun sem virkar þannig að maður á að skjóta boltanum í markslána beint úr hornspyrnu.

Áskorunin er hugmynd frá adidas og eru knattspyrnuiðkendur víða um heim búnir að senda inn myndbönd af sér.

„Ég hitti í slána í fyrstu tilraun," skrifaði Messi þegar hann birti myndskeiðið á Facebook og hvatti svo aðra til að gera slíkt hið sama, ef þeir gætu.

James Wilson, leikmaður Manchester United sem er á láni hjá Brighton, er einn þeirra sem hefur svarað Messi með myndbandi af sér að skjóta í slána.

Þetta er sérstaklega skemmtilegt í ljósi þess að Wilson er í hávegum hafður hjá Messi, sem talar um hann sem eina af björtustu vonum enskrar knattspyrnu.

Aðrir ungir leikmenn á borð við Kenedy, Timo Werner og Gyasi Zardes hafa einnig sent inn myndbönd af sér að hitta í slána úr hornspyrnu.

A video posted by James Wilson (@j_wilson19) on





Athugasemdir
banner
banner
banner