fim 11. febrúar 2016 21:22
Ívan Guðjón Baldursson
Neil Warnock stýrir Rotherham út tímabilið (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Neil Redfearn var rekinn úr stjórastöðu Rotherham fyrir nokkrum dögum og er hann annar stjórinn sem er rekinn frá félaginu á tímabilinu.

Steve Evans var fyrstur til að vera rekinn en tók svo við Leeds þremur vikum síðar.

Paolo Di Canio, fyrrverandi stjóri Sunderland og Swindon Town, vildi taka við Rotherham og það vildi John Carver, fyrrverandi stjóri Newcastle, einnig.

Hvorugur þeirra fékk starfið heldur var Neil Warnock, sem hefur stýrt Crystal Palace, QPR og Leeds United á síðustu átta árum, ráðinn út tímabilið.

Takist Warnock að halda Rotherham í Championship deildinni getur hann búist við að fá samning til lengri tíma við félagið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner