Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 11. febrúar 2016 10:40
Elvar Geir Magnússon
Real Madrid og Man Utd berjast um Renato Sanchez
Renato Sanchez er mikið efni.
Renato Sanchez er mikið efni.
Mynd: Getty Images
Fréttir herma að Manchester United hafi átt í viðræðum við Benfica í Portúgal um miðjumanninn 18 ára Renato Sanchez.

United er sagt hafa komið með tilboð á lokadögum janúargluggans og slúðurfréttir fyrr í þessari viku sögðu að félögin væru komin nálægt samkomulagi.

A Bola segir hinsvegar að Real Madrid hafi blandað sér í baráttuna um leikmanninn ásamt því að Barcelona og Bayern München eru sögð fylgjast vel með gangi mála.

Real Madrid hefur sýnt undanfarna mánuði að félagið er ákveðið í að krækja í mikils metna unga leikmenn eins og þeir gerðu með Martin Ödegaard.
Athugasemdir
banner
banner
banner