fim 11. febrúar 2016 21:34
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Tvenna frá Aspas ekki nóg gegn Sevilla
Mynd: Getty Images
Celta Vigo 2 - 2 Sevilla (2-6 samanlagt)
1-0 Iago Aspas ('35)
2-0 Iago Aspas ('55)
2-1 Ever Banega ('57)
2-2 Yehven Konoplyanka ('87)
Rautt spjald: Steven N'Zonzi, Sevilla ('93)

Celta Vigo fékk Sevilla í heimsókn í undanúrslitum spænska Konungsbikarsins og þurfti að vinna leikinn 4-0 eða stærra, eftir tap í fyrri leiknum sem var spilaður í Sevilla.

Iago Aspas gerði fyrstu tvö mörk leiksins og blés miklu lífi inn í spilamennsku heimamanna sem þurftu aðeins tvö mörk í viðbót til að fara í framlengingu.

Ever Banega, miðjumaður gestanna, var ekki á sama máli og minnkaði hann muninn skömmu eftir annað mark Aspas.

Svíinn ungi John Guidetti steig á vítapunktinn fyrir Celta og gat komið heimamönnum í 3-1 en skaut í stöng á 60. mínútu.

Heimamenn reyndu hvað þeir gátu að bæta mörkum við en það tókst ekki og þess í stað gerði Yehven Konoplyanka, kantmaður Sevilla, út um leikinn á 87. mínútu.

Sevilla vann því viðureignina samanlagt 6-2 og mætir Barcelona, sem lagði Valencia að velli 8-1, í úrslitum.
Athugasemdir
banner
banner
banner