Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   lau 11. febrúar 2017 18:49
Elvar Geir Magnússon
Vestmannaeyjum
Guðni Bergs: Verður maður ekki að halda áfram á Twitter?
Guðni Bergsson í Vestmannaeyjum í dag.
Guðni Bergsson í Vestmannaeyjum í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Guðni Bergsson nýr formaður KSÍ segir að síminn hafi verið rauðglóandi eftir að tilkynnt var að hann hefði unnið formannskosningarnar.

„Ég hélt að þetta yrði naumt og þetta var það í rauninni. Þegar úrslitin komu í ljós var ég fullur þakklætis og auðmýktar að vera treyst fyrir þessu mikilvæga starfi," sagði Guðni við Fótbolta.net í kvöld.

Guðni fékk 83 atkvæði í kosningunni en Björn Einarsson fékk 66.

„Björn háði mjög góða og skipulagða baráttu og hún var drengileg. Ég vil þakka honum fyrir það. Ég held að við skijlum vel sáttir. Þetta var hollt fyrir hreyfinguna. Fótboltalegur bakgrunnur minn og áhersla mín á að byggja upp fótboltann í landinu hefur kannski skilað sér," sagði Guðni sem ætlar að vera í nánum tengslum við aðdildarfélögin.

„Formaður á að vera sýnilegur. Það er gríðarlega öflugt starf um allt land. Ég vil vera formaður sem fer á milli og heimsækir klúbbana og hefur góða tilfinningu fyrir starfinu."

„Síðan þarf að gæta hagsmuna erlendis, landsliðið, fræðslustarfið og svo framvegis. Það er að mörgu að huga og ég hlakka til að takast á við það."


Guðni byrjaði í vikunni á Twitter og setti færslur þar inn í kosningabaráttunni. Ætlar hann að halda áfram á Twitter, nú þegar kosningabaráttunni er lokið?

„Verð ég ekki að gera það? Það er ágætis samskiptatæki. Ég þarf að læra betur til þar og geta svarað almennilega. Það gæti verið sniðugt sem hluti af auknu markaðsstarfi fyrir KSÍ til dæmis."

Sjáðu viðtal við Guðna í sjónvarpinu hér að ofan.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner