Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 11. mars 2013 15:45
Elvar Geir Magnússon
Úrvalslið helgarinnar
Budwiser
Carlos Tevez átti góðan leik gegn Barnsley.
Carlos Tevez átti góðan leik gegn Barnsley.
Mynd: Getty Images
Hér að neðan má sjá úrvalslið helgarinnar í enska boltanum valið af ESPN.

Bæði var leikið í ensku úrvalsdeildinni og einnig í bikarnum og er þetta lið sett saman úr leikjum í báðum keppnum.

Paul Lambert er stjóri helgarinnar eftir að hafa stýrt Aston Villa til mikilvægs sigurs gegn Reading.

Markvörður: David De Gea - Man Utd
Manchester United getur þakkað De Gea fyrir að hafa komið í veg fyrir sigur Chelsea í bikarleiknum í gær.

Varnarmaður: Maya Yoshida - Southampton
Southampton spilaði sóknarsinnaðan og skemmtilegan fótbolta gegn Norwich. Japanski landsliðsmaðurinn Yoshida var í fantagír.

Varnarmaður: Mapou Yanga-Mbiwa - Newcastle
Hefur leikið mjög vel að undanförnu og átti flottan leik þar sem Newcastle vann Stoke eftir að hada lent undir.

Varnarmaður: Maynor Figueroa - Wigan
Lið Wigan er óútreiknanlegt. Frábært eina vikuna en agalegt aðra. Liðið vann frábæran sigur á Everton í bikarleik á laugardag.

Miðjumaður: Andros Townsend - QPR
Var stórhættulegur í sigri QPR á Sunderland. Harry Redknapp blés til sóknar og Townsend sem kom frá Tottenham í janúarglugganum skoraði frábært mark.

MIðjumaður: Gabriel Agbonlahor - Aston Villa
Agbonlahor hefur verið langt frá sínu besta á tímabilinu en í sigrinum gegn Reading náði hann að sýna hvað í honum býr.

Miðjumaður: Juan Mata - Chelsea
Þegar Chelsea nær að sýna sínar bestu hliðar er ástæðan venjulega sú að Juan Mata er að búa hlutina til.

Miðjumaður: Philippe Coutinho - Liverpool
Hann hefur ekki verið lengi á Anfield en er strax farinn að láta að sér kveða.

Sóknarmaður: Carlos Tevez - Man City
Síðasta vika var erfið fyrir Argentínumanninn en leikmenn Barnsley réðu engan veginn við hann í bikarnum.

Sóknarmaður: Arouna Kone - Wigan
Var ákaflega kraftmikill og erfiður viðureignar í sigrinum gegn Everton í FA-bikarnum.

Sóknarmaður: Luis Suarez - Liverpool
Enginn mótmælir því að Suarez hefur verið besti leikmaður Liverpool á tímabilinu og hann gæti vel verið valinn besti leikmaður deildarinnar í heild.
Athugasemdir
banner
banner
banner