Sancho, Sesko, Mac Allister, Ten Hag, Raya og fleiri góðir koma við sögu
Gregg Ryder: Verið erfiðir tímar fyrir félagið og stuðningsmennina
Ragnar Bragi eftir sinn fyrsta leik í sumar: Erfitt að horfa úr stúkunni
Heimir Guðjóns: Aldrei víti og tekið af okkur löglegt mark
Aron Sig: Menn héldu að þeir væru miklu betri en þeir eru
Góð innkoma hjá Viðari - „Sér hlutina á háu leveli"
Sindri Kristinn: Helgi Mikael gefur þessa vítaspyrnu
„Leikmaðurinn var ekki að fúnkera og þess vegna gerum við skiptingu"
Daníel Hafsteins: Væri fínt ef ég væri alltaf haltur
Brynjar Björn: Hef enga útskýringu á því hvort það sé bakvarðarstaðan sem slík
Siggi Höskulds: Komum með aðeins breytt leikplan
Aron Bjarki: Erum sáttir þar sem við erum
Arnar: Einn sá besti en De Bruyne og Foden spila ekki alla leiki
Beint út með boltapoka eftir núll mínútur - „Ákveðið styrkleikamerki í hausnum á mér"
Hemmi Hreiðars: Oliver hefði frekar átt að fá víti en seinna gula
Davíð Smári: Að hafa hugrekkið til að spila gegn besta liði landsins
Bjarki Björn skoraði glæsimark: Þeir hljóta að hafa verið að horfa
Ásta Eir: Mér er alveg sama hvernig við vinnum leikinn
Nik hreinskilinn: Þetta er ekki nægilega gott fyrir þetta stig
Kristján miður sín: Veit ekki hvort ég sé búinn að segja of mikið
Anna María: Fáránlegur dómur sem skemmir leikinn gjörsamlega
banner
   mán 11. mars 2024 18:13
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Axel Óskar: KR langskemmtilegasti og mest spennandi kosturinn
,,Ég vil vinna titla, það er ekki flókið"
Það er liðið sem heillar og KR er stærsti klúbbur landsins
Það er liðið sem heillar og KR er stærsti klúbbur landsins
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mér leist langbest á KR
Mér leist langbest á KR
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Skrifaði undir þriggja ára samning.
Skrifaði undir þriggja ára samning.
Mynd: KR
Guðjón Örn er styrktarþjálfari KR.
Guðjón Örn er styrktarþjálfari KR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ægir Jarl og Axel eru bestu vinir.
Ægir Jarl og Axel eru bestu vinir.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Gregg hefur komið mér ótrúlega mikið á óvart
Gregg hefur komið mér ótrúlega mikið á óvart
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Axel Óskar Andrésson gekk í raðir KR á dögunum og samdi til þriggja ára. Axel leikur því aftur á Íslandi eftir tíu ára veru erlendis. Hann fór frá Aftureldingu sumarið 2014 og samdi við Reading á Englandi og hefur leikið erlendis síðan, síðast hjá Örebro í Svíþjóð. Hann rifti samningi sínum við Örebro í lok janúar og var frjálst að semja við annað félag. Axel, sem er 26 ára miðvörður, ræddi við Fótbolta.net í dag.

„Ég fór út til Örebro og æfði fyrsta mánuðinn af undirbúningstímabilinu. Svo fékk ég tækifæri til að rifta samning og tók það í samráði við umboðsmann. Það er búið að vera mikið af þreifingum við mörg félög sem endaði á því að KR var langskemmtilegasti og mest spennandi kosturinn í stöðunni," sagði Axel.

Áskorun að koma félaginu aftur á toppinn
Af hverju er KR svona spennandi kostur?

„Fundirnir með KR, leikmennirnir sem þeir hafa fengið og voru með fyrir og svo er gaman að reyna koma þessum sögufræga klúbbi aftur á staðinn sem hann á að vera á. Þetta er áskorun, það eru ógeðslega flott lið í þessari deild og eins og ég sagði í útvarpsviðtalinu fyrir nokkrum mánuðum þá er deildin búin að taka risaskref. Það er ógeðslega gaman að vera kominn í þetta á þessu á þessum aldri á þessum tímapunkti."

KR hefur fengið þrjá íslenska erlendis frá í vetur. Fyrir höfðu þeir Aron Sigurðason og Alex Þór Hauksson samið við félagið.

Gott fyrir fótboltamanninn og fjölskylduna
En hvernig þróaðist þetta þannig að þú endar á Íslandi?

„Ég hélt sjálfur líka að ég myndi vera áfram úti en þegar ég horfi á þetta með augum fjölskyldunnar þá var langbest að taka þennan kost í staðinn fyrir að fara aftur í eitthvað framandi land eða svoleiðis. Þótt fótboltinn þar sé kannski góður þá var þetta ógeðslega góð lending hjá mér sem fótboltamanni og okkur fjölskyldunni. Ég er sáttur."

Axel var hjá Riga í Lettlandi og lenti í ýmsum uppákomum þar sem hann sagði frá í útvarpsviðtalinu sem hann nefndi hér á undan í viðtalinu.

Gaui getur komið þessum skrokki í alvöru stand
Axel nefndi fundina hjá KR. Seldi þjálfarinn Gregg Ryder þér þetta á fyrsta fundi?

„Gregg hefur komið mér ótrúlega mikið á óvart. Hann er mjög metnaðarfullur þjálfari og það er mikið æft í KR. Gaui í toppþjálfun er líka stór ástæða fyrir því að ég kom. Hann getur komið þessum skrokki mínum í alvöru stand."

Fór allt fram á góðum nótum
Varstu svekktur að Örebro vildi mögulega losa þig þegar það kom upp?

„Nei, alls ekki. Þetta var ekki teiknað upp þannig að ég væri að fara út af því þeir vildu mig ekki eða neitt svoleiðis. Ég vil ekki fara djúpt út í riftunina, en þetta fór allt fram á mjög góðum nótum. Það er ekkert slæmt þarna á bakvið."

Verður að koma í ljós með landsliðið
Áður en Axel rifti hafði komið fram að hann vildi reyna fyrir sér í sterkari deild og reyna komast þannig í A-landsliðið. Er hægt að komast í landsliðið í gegnum KR?

„Það þarf bara að koma í ljós. Ég er ekki búinn að pæla í því sjálfur. Ég ætla ekki fara út í það núna," sagði Axel og brosti.

Bjóstu við því fyrir nokkrum árum að þú værir kominn til Íslands á þessum tímapunkti?

„Alls ekki. En ég tek það allt jákvæða úr þessu. Þetta er ógeðslega spennandi sumar og ég get ekki beðið eftir því að fara í treyjuna og spila á Íslandi. Þetta verður ógeðslega gaman."

Í liði með besta vini sínum
Ægir Jarl Jónasson mætti með Axel á skrifstofu Fótbolta.net í dag en þeir eru mjög góðir félagar eins og sést í hinni hliðinni sem Axel svaraði á sínum tíma.

„Hann tók mig til KR, ég var laus og silfurfati og hann tók mig. Hann er besti vinur minn og gott að fá að spila með honum. Þetta er ógeðslega gaman."

Vill vinna titla
Hvað viltu gera hjá KR?

„Ég vil vinna titla, það er ekki flókið. Þetta er stærsti klúbbur landsins og er með flestu titlana. Það er kominn tími á að bæta í titlafjöldann."

Axel horfir í þann möguleika að komast aftur út með því að spila vel með KR. „Að sjálfsögðu leitar maður alltaf til þess að spila á eins háu getustigi og hægt er. Ef eitthvað kemur upp í framtíðinni þá skoða ég það. Hausinn í dag er hjá KR og ég er ekkert að hugsa um það núna."

Líka gott að vera með einhvern sem getur skallað frá
Axel er talsvert stærri og sterkari en þeir miðverðir sem hafa spilað með KR á undirbúningstímabilinu. Mun hann henta leikstílnum?

„Ég kem með allt öðruvísi fídusa inn í þetta lið. Það verður gaman að sjá hvernig ég kem inn í liðið, en það er búið að segja við mig að ég passi inn í þetta kerfi og hef fulla trú á því að geta hjálpað liðinu. Að sjálfsögðu er ég aðeins öðruvísi leikmaður en hinir, þeir eru töluvert fljótari á fyrstu metrunum. Þetta verður að koma í ljós, verður gaman að sjá."

Ef KR fer í hápressu, mun það henta þér?

„Já, ég held það henti mér mjög vel. Ég held ég hafi aldrei spilað í liði sem fellur til baka, þannig ég held það henti mér mjög vel. Það er líka gott að vera með einhvern sem getur skallað frá."

Axel segir að það hafi verið nokkrir kostir í boði á Íslandi. „En mér leist langbest á KR."

Hefur það eitthvað með peninga að gera? „Nei, ekkert endilega. Það er liðið sem heillar og KR er stærsti klúbbur landsins," sagði Axel. Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum efst.
Athugasemdir
banner
banner