Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
Viktor Jóns: Get skorað mörk hvar sem er
Ómar Ingi: Eðlilega verður róðurinn þyngri
Siggi Höskulds: Áttum að skora miklu fleiri mörk
Mikael: Ef menn vilja vera áfram í KFA þurfa menn að horfa á þennan leik
Eyþór: Talað um báða titlana frá fyrsta samtali
   mið 11. apríl 2018 08:00
Elvar Geir Magnússon
Færeyjum
Binni Hlö: Leikmenn tala um að Heimir hafi komið með meiri fagmennsku
Ævintýraþrá Binna Hlö leiddi hann til Færeyja.
Ævintýraþrá Binna Hlö leiddi hann til Færeyja.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Brynjar Hlöðversson, Binni Hlö, er eini íslenski leikmaðurinn sem spilar undir stjórn Heimis Guðjónssonar hjá HB í Færeyjum. Hann yfirgaf uppeldisfélag sitt, Leikni í Breiðholti, í vetur og hélt til Færeyja.

Binni ræddi við Fótbolta.net á heimavelli HB og fékk fyrst spurningu um það hvernig það hefði komið til að hann tók þetta skref á ferlinum?

„Algjör ævintýraþrá, ég vildi prófa eitthvað nýtt og spila í öðru landi. Ég vildi upplifa aðra minningu og kynnast einhverju nýju," segir Binni.

„Fyrstu mánuðurnir hafa verið mjög góðir. Það eru allir rosalega vingjarnlegir. Allir hérna vilja gera allt fyrir mann. Stundum eru þeir of vingjarnlegir og vaða bara inn til þín án þess að banka og bjóða góðan daginn."

Binni segir að gæðin í færeysku deildinni séu ágæt.

„Þeir kunna alveg fótbolta. Það eru fínustu lið hérna og ég tel að bestu þrjú til fjögur liðin séu á ágætis kaliberi miðað við liðin heima á Íslandi."

Getur HB orðið meistari á þessu tímabili?

„Ég tel það. Við erum með mjög gott lið. Við erum með gæðaleikmenn, unga og tekníska. Við erum að smella saman og ég tel okkur eiga sama séns og fleiri lið. Heimir þekkir ekkert annað en að vinna og ég sé ekki af hverju við ættum ekki að stefna á toppinn," segir Binni.

Í Færeyjum er talað um að Heimir hafi lyft fagmennskunni í kringum HB á annað plan frá síðasta tímabili. HB er stærsta félag Færeyja en árangurinn síðustu ár hefur ekki verið eftir væntingum.

„Leikmennirnir tala um það. Það er mikið af góðum æfingum með háu tempói. Það er miklu meiri atvinnumennska í menningunni sem Heimir hefur komið með."

Sjáðu viðtalið í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner