Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Niðurtalningin - Nýjar áherslur og spennandi tímar í Garðabænum
Niðurtalningin - Nýir tímar í Laugardalnum
Niðurtalningin - Hamingjan er í Víkinni
Hugarburðarbolti Þáttur 12
Niðurtalningin - Andinn á Sauðárkróki er einstakur
Enski boltinn - Er titilbaráttan bara búin?
Innkastið - Víkingur vinnur leiki sem Valur vinnur ekki
Niðurtalningin - Ásþórsdætur í Fylkisspjalli
Niðurtalningin - Ekki afskrifa Keflvíkingana
Útvarpsþátturinn - Kraftur í KR og umdeild dómgæsla
Enski boltinn - El Meistaradeildarveisla
Innkastið - Fljúgandi start og fullar stúkur
Hugarburðarbolti Þáttur 11
Mögnuð saga Diljár - Næstum hætt en ætlar nú á EM með Íslandi
Útvarpsþátturinn - Besti upphitunarþátturinn
Niðurtalningin - Gylfi Sig mættur á Hlíðarenda
Niðurtalningin - Bara ein leið til að toppa síðasta tímabil
Hugarburðarbolti Þáttur 10
Enski boltinn - Ekki bara bestu kaup tímabilsins
Niðurtalningin - Ungu strákarnir þekkja ekkert annað
   fim 11. maí 2017 12:35
Elvar Geir Magnússon
Skotarnir í FH mættu í gott spjall í útvarpsþættinum
Steven Lennon og Robbie Crawford.
Steven Lennon og Robbie Crawford.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Lennon hefur skorað fjögur mörk í fyrstu tveimur leikjum Pepsi-deildarinnar.
Lennon hefur skorað fjögur mörk í fyrstu tveimur leikjum Pepsi-deildarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Skotarnir í FH, Steven Lennon og Robbie Crawford, voru gestir í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X-inu FM 97,7 á laugardaginn og ræddu þar við Tómas Þór Þórðarson.

Lennon ræddi þar á meðal um að hann sé ekki eiginleg „nía" og sagt var frá því hvernig hann varð til þess að Crawford kæmi til FH. Íslandsmeistararnir voru í leit að miðjumanni í vetur þegar Lennon heyrði af því að Crawford væri að æfa með Þrótturum.

Lennon er 29 ára og er fimm árum eldri en Crawford. Báðir eiga þeir sameiginlegt að hafa verið í herbúðum Rangers í Glasgow.

„Fótboltinn hér er í nokkuð góðum gæðaflokki tel ég. Leikmenn eru að leggja mikið á sig á hverjum degi til að verða betri. Ég er hrifinn af aðstæðunum og það eru ekki mörg félög í Skotlandi sem eru með betri aðstæður en FH," segir Crawford sem hefur farið vel af stað með Íslandsmeisturunum.

Davíð Þór eins og knattspyrnustjóri á vellinum
Lennon ræddi um það hversu mikilvægur Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH, er í liðinu.

„Við látum finna fyrir okkur og liðum er illa við að mæta okkur. Við erum alltaf tilbúnir í líkamleg átök. Davíð hefur verið leiðtogi okkar og verður það lengi tel ég. Hann er fyrirmynd innan sem utan vallar. Hann hugsar frábærlega um sig og hann er aðili sem við lítum allir upp til og fylgjum," segir Lennon og segir að Davíð sé alltaf tilbúinn að vernda liðsfélagana.

„Ef eitthvað gerist er hann fyrstur á vettvang. Hann er í raun eins og knattspyrnustjóri á vellinum og sér um allt. Það er verulega gott að hafa hann sem fyrirliða."

Í viðtalinu er rætt um Rangers, skoska boltann, umfjöllunina um íslenska boltann, betra form Lennon og ýmislegt fleira.

Sjá einnig:
Hlustaðu gegnum Podcast forrit
Athugasemdir
banner
banner