Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   þri 11. júlí 2017 11:51
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
James Rodriguez til Bayern München (Staðfest)
Farinn til Bæjaralands.
Farinn til Bæjaralands.
Mynd: Getty Images
Frekar óvænt tíðindi voru að berast frá Þýskalandi. Bayern München hefur fengið Kólumbíumanninn James Rodriguez á láni frá Real Madrid. Lánssamningurinn gildir næstu tvö árin.

Hinn 25 ára gamli Rodriguez hefur verið orðaður frá Real Madrid í sumar, en Bayern hefur ekki verið mikið nefnt í tengslum við hann.

Nú er hann hins vegar búinn að semja við þýsku meistarann og verður að minnsta kosti hjá félaginu til 2019.

„Við erum mjög ánægðir. Það var helsta ósk Carlo Ancelotti að fá James Rodriguez eftir að þeir unnu saman í Madríd," sagði Karl-Heinz Rummenigge, framkvæmdastjóri Bayern.

„James er fjölhæfur leikmaður. Hann er hættulegur, skapar mörg færi og er góður skotmaður. Gæðin í liðinu eru nú meiri."



Athugasemdir
banner
banner
banner