Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
Jökull: Læti og stemning sem stuðningsmennirnir spúa yfir völlinn til strákanna
Helgi Fróði: Geggjað að vera í besta klúbbnum
Addi Grétars pirraður: Menn þurfa að hafa smá 'sens' fyrir því sem þeir eru að tala um
Ísak Óli: FH var langfyrsti kosturinn hjá mér
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
   þri 11. október 2016 19:16
Magnús Már Einarsson
Eyjólfur: Hefðum átt að vera 3-0 yfir í hálfleik
Eyjólfur Sverrisson.
Eyjólfur Sverrisson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eyjólfur Sverrisson, þjálfari U21 árs landsliðsins, var svekktur eftir 4-2 tap gegn Úkraínu í kvöldið. Tapið gerði út um vonir liðsins að komast á EM á næsta ári.

„Þetta var virkilega sorglegt. Við spiluðum fyrri hálflekinn mjög vel og hefðum átt að vera 3-0 yfir í hálfleik. Þá hefðum við tekið seinni hálfleikinn á þeirri varnarvinnu esm við höfum gert virkilega vel í undankeppninni," sagði Eyjólfur eftir leik.

„Því miður náðum við ekki að setja fleiri mörk á þá í fyrri hálfleik. Við fengum á okkur klaufamark sem varð til þess að við þurftum að leysa upp leikinn og fara að sækja. Það er ekki okkar styrkleiki."

„Í síðari hálfleik leyfði dómaranum mikið. Það voru slagsmál í gangi og við hefðum þurft að taka hressilegra á því. Þetta fer í reynslubankann hjá strákunum."

„Strákarnir komu sér í þessa stöðu að vera með úrslitaleikinn og vera með þetta allt í sínum höndum. Það var virkilega vel gert og þeir hafa spilað keppnina frábærlega."

Eyjólfur segir að þegar litið er til baka þá svíði jafntefli gegn botnliði Norður-Íra á heimavelli mikið. „Það voru svipaðar aðstæður og við fengum líka færi til að klára þann leik. Það var svekkjandi," sagði Eyjólfur.

Eyjólfur segir ekki ljóst hvort að hann haldi áfram með U21 árs liðið. „Ég er ekkert byrjaður að pæla í því. Við vorum að klára síðasta leikinn og sjáum til hvað verður," sagði Eyjólfur.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner