Man Utd gerði ekki tilboð í Martínez - Martínez hefur ekki áhuga á að fara til Tyrklands - Bayern vildi Lookman
Rúnar: Ég veit ekki alveg yfir hverju þeir voru að kvarta
Túfa um dómgæsluna: Bara engan veginn rangstaða, ekki nálægt því
„Djöfull er þetta skemmtilegt, svona á þetta að vera“
Guðmundur Baldvin missti ekki trúnna: Ég var manna slakastur inn í klefa í hálfleik
„Virðist ekki hjálpa okkur að vera manni fleiri“
Dóri Árna: Viljandi ákvað að horfa ekki á þetta aftur
Davíð Smári: Fótboltinn gefur og tekur frá þér
Jökull með skilaboð til stuðningsmanna - „Fólk fari að mæta og taki þátt í spennandi titilbaráttu með okkur"
Haddi sendir ákall til KSÍ - „Til skammar að félagið skuli haga sér svona"
Óskar Hrafn: Ekki fúll yfir því að taka stig á þessum velli
Láki: Getur ekki ætlast til að stórveldi eins og ÍA leggist niður í Eyjum
Maggi brjálaður út í dómarana - „Höfum ekki fengið neitt frá dómurunum“
Jökull um umdeilda markið: Þetta er búið að gerast svo oft
Lárus Orri: Þeir voru að finna svæði milli miðju og varnar of auðveldlega
Heimir Guðjóns: Tekin ákvörðun í haust að byggja upp nýtt lið
Breki Baxter: Stigum stórt skref upp í topp sex
Halli Hróðmars hrikalega svekktur: Þurfum fleiri stig
Alli Jói: Notuðum gagnrýnina sem bensín
Siggi Höskulds: Finnst að KSÍ hefði átt að breyta mótinu
Bjarni Jó: Þetta eru bara bikarúrslit
   fös 11. desember 2015 10:50
Elvar Geir Magnússon
Kristinn Jóns: Hrikalega gaman að fá viðurkenningu
Kristinn í hópi þeirra sem fengu verðlaun í gær.
Kristinn í hópi þeirra sem fengu verðlaun í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sóknarbakvörðurinn Kristinn Jónsson var í gær verðlaunaður fyrir að hafa verið stoðsendingahæsti leikmaður Pepsi-deildarinnar í sumar. Verðlaunin voru afhent um leið og bókin Íslensk knattspyrna 2015 var kynnt.

Kristinn er búinn að yfirgefa Breiðablik en hann gekk í raðir norska úrvalsdeildarliðsins Sarpsborg.

„Það er hrikalega gaman að fá viðurkenningu en þessi viðurkenning er fyrir allt liðið. Maður leggur ekki svona mikið upp án þess að hafa góða menn í kringum sig," segir Kristinn sem telur að Breiðablik muni ná að fylla hans skarð.

„Það kemur alltaf maður í manns stað og aðrir stíga upp þegar menn fara. Það hefur alltaf einhver farið út á síðustu fimm árum."

Talsverðar breytingar hafa verið á leikmannahópi Sarpsborg en Kristinn fer út fljótlega á nýju ári.

„Ég er hrikalega spenntur að byrja í byrjun janúar. Síðustu ár hefur liðið alltaf verið að taka skref upp á við þó tímabilið í ár hafi ekki alveg verið eins gott og þeir ætluðu sér. Þeir náðu samt í úrslit í bikarnum en við ætlum að gera betur næsta tímabil," segir Kristinn en viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan.


Athugasemdir