Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 12. janúar 2018 09:30
Ívan Guðjón Baldursson
Bakambu mun fá rúmlega 40 milljónir á viku
Mynd: Getty Images
Það er vitað mál að Cedric Bakambu, sóknarmaður Villarreal, sé á leið til Beijing Guoan í Kína.

Daily Mail greinir frá því að kínverska félagið neyðist til að greiða 65 milljónir punda fyrir sóknarmanninn og borga honum rúmlega 300 þúsund pund í vikulaun, sem samsvarar rúmlega 42 milljónum króna.

Það áhugaverðasta við félagsskiptin eru þau að sóknarmaðurinn er falur fyrir 35 milljónir, en kínverska deildin setti nýja reglu síðasta maí til að gefa innfæddum fleiri tækifæri.

Reglan hljóðar þannig að félög þurfa að greiða afar háa prósentu til deildarinnar vilji þau kaupa erlenda leikmenn. Daily Mail segir að Beijing borgi Villarreal 35 milljónir og 30 fara til kíversku deildarinnar.

Gangi félagsskiptin í gegn verður Bakambu að öllum líkindum dýrasti Afríkumaður sögunnar. Mohamed Salah er sem stendur sá dýrasti eftir að Liverpool greiddi 39 milljónir fyrir hann síðasta sumar.

Naby Keita mun einnig taka yfir Salah á listanum yfir dýrustu leikmenn Afríku þegar hann fer til Liverpool á 48 milljónir næsta sumar. Þá verða þrír af fimm dýrustu hjá Liverpool. Sadio Mane er sem stendur í öðru sæti, hann kostaði fimm milljónum minna en Salah.

Bakambu gekk í raðir Villarreal fyrir tveimur og hálfu ári síðan og hefur verið afar iðinn við markaskorun. Sóknarmaðurinn, sem hóf atvinnumannaferilinn hjá Sochaux í Frakklandi og fór svo til Bursaspor, hefur gert 46 mörk í 101 leik fyrir spænska félagið.
Athugasemdir
banner
banner