Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   fös 12. janúar 2018 19:00
Magnús Már Einarsson
Iheanacho fer ekki fet - Fær að spila meira fyrir leikinn við Ísland
Kelechi Iheanacho.
Kelechi Iheanacho.
Mynd: Getty Images
Claude Puel, stjóri Leicester, segir að framherjinn Kelechi Iheanacho verði ekki seldur frá félaginu í þessum mánuði.

Iheanacho kom frá Manchester City á 25 milljónir punda í sumar en hann hefur einungis skorað eitt mark á tímabilinu. Iheanacho er í nígeríska landsliðinu sem mætir Íslandi á HM í sumar.

Gernot Rohr, landsliðsþjálfari Nígeríu, sagði í vikunni að hann byggist við að Iheanacho og Ahmed Musa myndu fara frá Leicester í þessum mánuði til að fá að spila meira. Puel segir að Iheanacho fari ekki fet.

„Iheanacho er ungur leikmaður sem kom fyrir tímabilið og hann verður áfram hjá okkur," sagði Puel.

„Við þurfum að hjálpa honum að bæta sig. Ég vona að hann geti fengið meiri spiltíma á síðari hluta tímabilsins."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner