fös 12. janúar 2018 14:00
Ívan Guðjón Baldursson
Laurence fyrsti framkvæmdastjóri Chelsea í þrjú ár
Mynd: Getty Images
Guy Laurence hefur verið ráðinn sem framkvæmdastjóri Chelsea og er hann fyrsti framkvæmdastjóri félagsins í rúmlega þrjú ár.

Ron Gourlay var síðasti framkvæmdastjóri félagsins, frá 2009 þar til í október 2014. Chelsea gekk nokkuð vel án framkvæmdastjóra, en hefur nú ákveðið að endurráða slíkan.

Laurence er 56 ára gamall og hefur störf í febrúar. Hann var forseti og framkvæmdastjóri fjarskiptafyrirtækisins Rogers Communications í Kanada, en þar áður var hann framkvæmdastjóri Vodafone í Bretlandi.

Laurence sat þá í stjórn Maple Leaf Sports and Entertainment í Kanada. Það fyrirtæki á stærstu íþróttalið Toronto; Maple Leafs í íshokkí, Raptors í körfubolta og Toronto FC í fótbolta.

„Guy mun starfa náið með eigandanum og stjórn félagsins. Markmiðið er að auka tekjur félagsins og bæta við stuðningsmannahópinn," sagði Bruce Buck, forseti Chelsea.
Athugasemdir
banner
banner
banner